þriðjudagur, september 28, 2004

Tveggja mánaða bull

Ja, nemlig ja... Ætla að bloggast smá hérna hinumegin á hnettinum. Kannski svona til að spara e-mail skriftir en líka kannski bara fyrir Krissu til að hjálpa Krissu að muna hvað hún gerði í Ástralíunni - dagbók. Ætti kannski að hafa þetta á dönsku svo ég sé ekki alltaf að skrifa dönsk fréttabréf til baunanna minna. Er ekkert svaka góð í að skrifa þetta lufsumál. Agglavega...
Er komin hér til Perth sem er in the middle of nowhere. Doldið alein þessi blessaða borg hér á suðvesturhlutanum. Bý á svona college hér við háskólann og er það mjög svo... furð... skemmtilegt. Fyrstu 5-10 kynni mín af öðrum íbúum hér er svona sirka... Hey, how r u doin?? og þá náttúrlega ætlar maður að svara og byrjar á hæ-inu en svo er mannstykkið bara farið og maður er eitthvað að röfla við sjálfan sig út á miðri gangstétt... yeah... i´m fine ... i´m cool.... alein í heiminum. Kann ekki alveg á svona ástralsk-amerískar kveðjur. Það lærist víst fljótt. Annars er bara skítkalt hérna. Ég pakkaði eiginlega bara sumardóteríi er því bara að frjósa á kvöldin... fuss... En vorið er nú bara rétt að byrja og ég vona að ég nái að strandast og sólast eitthvað áður en ég fer til Baunó aftur. Úff... er strax orðin þreytt á að skrifa um ekkert. Best að fara að hlusta á eitthvað skemmtilegt í "græjunum" mínum... gleymdi að kaupa hátalara f. tölvuna mína á leiðinni... veit nú ekki alveg hvort að modest mouse eigi eftir að virka í þessum gæðum... jú, vissi ég ekki... herra Isaac Brock eða hvað sem hann nú heitir hvíslar næstum því að mér... uss...
Hilsen bilsen,
Krissa

1 Comments:

Blogger Skringsli said...

Jáúúú!

4:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home