sunnudagur, október 03, 2004

Sex, Drugs and Rock 'n' Roll...

nei, varla... en ef maður bíttar á á Rock 'n' Roll og RnB, þá er maður kannski kominn langleiðina til Trinity college....
Helgin búin að vera ókídókí. Fékk minn fyrsta bjór in Australia... hann var ekki mjög góður. Djöfuls piss... Fór sem sagt með einum litlum Malasíubúa að drekka smá bjór á föstudaginn. Það var alveg ágæt. Hann er ágætur greyið. Byrjaði að tala við hann af því að hann vissi að ég var frá Íslandi og var svakalega spenntur að tala um Sigur Rós og íslenska tónlist. Svo núna er ég búin að láta hann hafa Múm og sitthvað fleira líka. Litla greyið voða ánægður. Annars finnst mér alltaf meira og meira eins og ég lifi í einhverri amerískri táningamynd. Mér finnst doldið amerísk stemmning hérna. Allaveganna meira amerísk en evrópsk... kannski það sé bara áströlsk stemmning. Flestir hér á Trinity college eru milli 17-21 og virðist líf þeirra að miklu leyti snúast um stráka/stelpur, deit, áfengi, partí og fara á klúbba í tja-tja-tja kjólum. Var úti eitthvað að láta mér leiðast eitt kvöldið og talaði við tvær stelpur sem höfðu engin plön fyrir það kvöldið en iðuðu allar af því að þeim langaði svo út að vera svaka fullar svo þær gætu höslað einhverja stráka. Ræddu líka um eitthvað galaball sem er hérna í næstu viku.... dressin maður... shit. Þetta eru svona dress eins og gellurnar í danskeppnunum eru í... glitter allover... Get eiginlega ekki lýst þessu en þetta var alveg hálftíma brandari... Allt snýst um Sex, Alchohol og RnB...
Í gær eyddi ég svo tveimur tímum í umræðum um trúarbrögð við einn af þeim eldri hérna – 23 ára. Lærði heilmikið um hindúatrú, en gaurinn er einmitt fæddur í Indlandi. Lærði margt skemmtilegt um Brahma, Shiva og Vishna. Lífsspeki, gyðjur í hindúatrúnni og allskyns skemmtilegt... Spjölluðum reyndar um margt annað líka... eins og allar þessar svaka skvísur hérna sem ganga um á magabolum í mínípilsum. Honum finnst það ekki smekklegt. Greyinu finnst eins og þær séu að æpa á hann að hann eigi að horfa stanslaust á þær... Það var mjög fyndið.
Jamm... annars fékk ég miða á Stereolab og PJ Harvey... Í plötubúðinni, sem var mjög skemmtileg, átti ég samtal við afgreiðslumanninn sem var áhugaverðara en næstum öll þau samtöl sem ég hef átt við Trinity-táningana. Keypti Deerhoof, Polyphonic Spree og Joanna Newsom (sem er alveg æði-pæði). Held að hann hafi verið dálítið abbó að ég hafi verið á Deerhoof tónleikum um daginn. Svo nú hef ég eitthvað að gera hér upp á herberginu mínu... annað en að leika við internetið.
Luv,
Krissa

3 Comments:

Blogger eibba said...

Hæpæ...
gaman að sjá og lesa bloggið þitt. vertu dugleg að skrifa því ég les á hverjum degi :)

eivor

6:45 e.h.  
Blogger skuladottir said...

Krissa mín þú ert að koma sterk inn á blogginu.. Ég á eftir að vera dugleg að lesa um þig.. Hafðu það sem allra best..
Knus
Hrabba

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jeii...þetta tókst hjá mér! Ætla að sjá hvernig þetta lítur út...er svo spennt:)

4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home