fimmtudagur, október 07, 2004

Mjúka konan að lifna við

Ég er svo peðetik. Sit alein í herberginu mínu, búin að vinna fullt og er núna komin í Carpentersstuð. Er ægilega væmin og syng með fallegasta laginu – Superstar – búin að syngja doldið mikið þetta lag í kvöld..... baby, baby, baby, baby, ohhhh baby i looove you...... i really dooooo.... Held að þetta sé með sætari lögum í bransanum. Nágrönnunum finnst örugglega unaðslegt að hlusta á mig. Maður kynnist sjálfum sér svolítið öðruvísi þegar maður er svona mikið einn. Allt í einu er ég eitthvað svo mjúk og væmin finnst mér... Allskyns furðutilfinningar sem sem streyma í gegnum mig. Svona er að vera alein . Það er örugglega hollt að fara aðeins í burtu frá verndaða umhverfinu og góðu vinunum sem skilja mann alltaf og maður má alltaf vera eins og maður vill. Næstum því alltaf. Ætla að fara að líta á allt með bjartsýnisaugum núna. Þau eru bleik og glitra í myrkri.
Annars er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að fara á tónleika með Damien Rice um helgina. Ég var voða skotin í O-plötunni hans til að byrja með og fór einmitt á tónleika með honum á Loppen í fyrra. Svo fékk ég skyndilega algert ógeð af þessari plötu og hef ekki enn komið henni í gagnið aftur. Finnst hún doldið pen.... og ofmetin. En það er nú örugglega skemmtilegra á þessum tónleikum en uppí herbergi með Carpenters....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður nú að kíkja á Damien Rice. Maður getur alveg fengið leið á einhverjum diski en tónleikar eru allt annað. Hvernig er það er ekki einhver kórstarfsemi þarna til að drepa tímann?

Hilsen, FúmmRótarinn.

10:35 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Ég hef náttúrlega stofnað herbergiskór Kristjönu... það eru ekki allir sem geta sungið keðjusöng aleinir... þvílíkir hæfileikar

1:08 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Já, akropolherbergiskórinn var mjög virðulegur... ópera er eitthvað sem við þurfum að koma inn í fúmmkórinn... tilvalið. Herbergiskór Kristjönu er aftur á móti eilítið poppaður... svo enginn ópera þar.

11:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home