fimmtudagur, mars 06, 2008

hellú.

allt fínt að frétta úr sveitinni. í dag svaf ég yfir mig. undanfarin misseri hefur anders verið vekjaraklukkan mín... en það er ekki hægt að treysta honum lengur. hann er nefnilega byrjaður aftur í skólanum og sefur út þegar honum sýnist og á allan frítíma heimsins. þetta gerir mig einstaklega afbrýðisama og seina í vinnuna.

annars var ég í new orleans hérna um daginn á ráðstefnu. það besta við ferðina var að ég var á hilton í executive herbergi. ótrúlega pró. þess vegna fór ég alltaf í executive lounge á 30. hæðinni á morgnanna og borðaði morgunmat með panorama útsýni yfir missisippi og new orleans. mér fannst ég afar settleg þar sem ég gúffaði í mig milljón kanil- og rúsínubeyglum ásamt öðrum morgunverðum. monthani sem fitnaði um 3 kg á fjórum dögum - bara útaf executive.
fyrir utan það hlustaði ég á lækna tala um heilablóðfall og lífeðlisfræði í heilanum og lærði ég bara ansi mikið. nú veit ég aðeins meira hvað þessir læknar vilja og get reynt að gera módelin mín meira aðlaðandi fyrir klíníkarana. ég verslaði mér líka smá dót. slatta af eyrnalokkum á genbrug og annað drasl þaðan og svo eitthvað hversdagsdrasl úr urban. ódýrt í bandaríska.

nú nenni ég varla að vinna meira.... er ekkert búin að vinna í dag. á að vera að klára að skrifa grein og ég hata að klára að skrifa greinar. svo auðvelt að byrja og svo erfitt að klára. langar líka bara að næsti sólarhringur æði áfram svo ég geti heilsað helgarfríi.

ég fór líka til berlínar smerlínar frá laugardegi til þriðjudags. þar labbaði ég af mér fæturnar vegna þess að u-bahninn var í verkfalli og ég er ekki vön að ganga mikið og er í einstaklega vondu formi. helgin var ljómandi fín og fór ég meðal annars á band of horses tónleika sem voru fínir. ég verslaði ekkert og ein af ástæðunum er að kortinu mínu var lokað af því að ég er búin a eyða svo miklu upp á síðkastið. ég fékk reiðiskast út í bankann minn sem sagði að þar sem ég hafi notað meira en 20000 danskar á netinu og erlendis síðustu 30 daga þyrfti ég að borga nokkra bréfpeninga til að fá að eyða meiru. meira monningaplokkið. finnst ekki að maður eigi að þurfa að borga bankanum til að eyða peningunum sínum sem maður geymir hjá þeim.

jæja... þetta var einstaklega leiðinlegt blogg. reyni aftur síðar.

knús til ykkar allra - held ég hafi þrjá lesendur núna.... sem ég hvet til að skrifa eitthvað á sínar eigin síður. aha dömur? rumputuskadömur - myndir af opnuna á síðurnar ykkar? já? myndir af börnunum ykkar allra? já?


until later...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sælinú, alltaf gaman að sjá nýtt blogg. mín bara svo löt að ég er mest farin að setja inn myndir í staðinn fyrir að skrifa... mynd segir meira en þúsund orð, ehagi?

3:48 e.h.  
Blogger Skringsli said...

Ekkert mál, myndir af börnunum á leiðinni...þarf bara að eignast þau fyrst helst kærasta líka!

Alltaf gaman að blogginu þínu, meira svona.

4:58 e.h.  
Blogger Not your goddess said...

hallú, er bara að kvitta fyrir komuna, er svona bara á rúntinum, nenni nebblega ekki að vinna í dag...

3:57 e.h.  
Blogger obbosí said...

Hæ hæ Krissa, Harpa hér :)
Ég og tvær vinkonur mínar vorum að setja í gang nýja síðu fyrir skemmtilegt barnafólk og alla aðra líka sem hafa áhuga á hönnun og listum og skemmtilegu uppeldi, endilega kíktu og láttu alla vita sem gætu haft áhuga:
www.obbosiblog.blogspot.com

11:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home