miðvikudagur, október 03, 2007

ekki var þetta nú falleg fyrsta færsla í ár. nú ætla ég að bæta mig og til þess að þetta komi ekki fyrir aftur þá þarf ég víst að skammta hversu mikið má fara niður í maga í einu. það telst víst ekki eðlilegt að maður geti borðað svo mikið að maginn tútni út um marga tugi sentimetra.

annars fór ég út að hlaupa áðan - hljóp heila tvo kílómetra sem er tveimur kílómetrum meira en ég hef gert í mörg ár. þetta tók mig í allt 13 mínútur, fjóra hlaupastingi, brauðlappir, ógleði og hnéeymsli. ég stefni að vera kominn upp í þrjá kílómetra fyrir jól.
það gæti þó verið að ég hafi verið svo aumur hlaupari í dag vegna þess að ég er hor í nös og er alls ekki upp á mitt besta. ég held ég hafi ekki verið svona langtímakvefuð eins og ég er núna síðan ég var 12 ára og með lítil brjóst. kenni ég því um að ég þurfti að vera viðstödd próf í brussel í síðustu viku þar sem verkefnið, sem ég fæ borgað fyrir að vinna við, var spurt spjörunum úr - ég kom til baka með rifnar nasir og horstreymi úr nös jókst um 1 dl/tíma á þessum hræðilega degi.

jæja... úff - mér þykir ansi erfitt að skrifa þetta blogg... ég er svo líflaus. vona að það gangi betur með tímanum. ætla að reyna að halda þessu við svo lengi sem hún svanhildur heldur sinni við - það var díllinn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jeii gaman að sjá síðuna góðu lifna við!!! Skemmtileg sagan af nachos-börnunm þínum:) Ég sé að bloggskrif þín eru vel nauðsynleg...þú búin að fara til brussel með hor og allt án þess maður hafi hugmynd um.
Skrifa meira beibí!!!

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, segi það sama!

Bata- og baráttukveðjur,

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home