laugardagur, júlí 29, 2006

ég er hrædd um að ég sé að tala við sjálfa mig núna en það er barasta allt í lagi. í dag er laugardagur og er þetta afar góður dagur. ég er nýkomin úr þriggja tíma hjólatúr sem var einstaklega huggulegur. svo hér sit ég með rasssæri og dauðar þrumuflugur (?) á brjóstunum sem mynda afar skemmtilegt mynstur. þreytt og sæl. ótrúlega notalegt að komsast aðeins í burtu frá bænum, þó ekki nema svona aðeins. þessi hjólatúr var hluti af nýja líferninu mínu. mig og trínu langar ekki að sitja á okkar gömlu rassgötum lengur og ætlum að reyna að hreyfa okkur svolítið. en bara smá. ekki mikið. erum líka búnar að fara í badminton sem mun framvegis vera á dagskrá einu sinni í viku. sérlega duglegar.
annars er ekki svo margt að gerast í mínu lífi. búin að vera dugleg í low-key félagsstörfum alla vikuna sem gerði það að verkum að í gær sofnaði ég yfir einum af skemmtilegri þáttum sem ég hef séð undanfarin misseri... curb your enthusiasm - alger snilld! sofnaði sem sagt á svölunum hjá trínu. alveg himneskt að sofa svona hálfpartinn úti þar sem þessi hiti er stundum alveg að gera mig vitlausa á nóttunni. er alveg komin með nóg af því að vakna sleip og illa lyktandi. ekki það að ég sé ekki ánægð með þennan afar ljúfa sólarjúlí. á örugglega eftir að verða þunglynd í vikunni vegna rigningarbrussunnar sem ætlar að gleðja blóm, gras og fólkið sem á erfitt með að anda.
já, já... mikil gleði. hitinn og sólargeislarnir eru góðir fyrir sálina mína en alls ekki fyrir alla. margir kettir hafa aldeilis komið illa útúr þessari hitabrælu. þeir kettir eru kallaðir fallkettirnir. þeir verða nefnalega svo latir og ruglaðir greyin í þessum hita að þeir eru farnir að detta niður úr gluggunum sínum. og þar sem þeir eru með svona svakalegan sólsting lenda þeir illa og enda sem invalid kettir. greyin. já, þetta voru helstu fréttir úr fjárhúsum. ég ætla að taka til og fá mér svo smá hvítvín í kvöld. mmm... ljúfir dagar.
ást&hamingja til allra...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home