fimmtudagur, maí 04, 2006

stóri dagurinn er á morgun. fokk, shit, fokk. er búin að blóta meira en nokkru sinni fyrr síðustu daga. stressið... já, ég er góð í því. fjölskyldan á leiðinni til fjárhúsa með lestinni og ég hér heima og stari út í loftið því ég er búin að uppgötva að ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að undirbúa mig fyrir þetta. held það sé ekki hægt. fyrirlesturinn er allaveganna nokkurnveginn reddí og svo vona ég bara að ég fá ekki panic attack í spurningarflóðinu eftir hann. kvíði fyrirlesturinum lítið en vörnin er höfuðverkurinn. ég er einmitt með höfuðverk í dag í tilefni morgundagsins og er búin að nota mest allan daginn í svefn. einnig má búast við að ég fái ælupest í nótt því ég er svolítið seinheppin og er viss um að ég hafi smitast af þessu ógeði síðasta sólarhring. hann anders litli er nefnilega með gubbupest. huggulegt.
annars hef ég lítið annað að segja enda er líf mitt búið að vera einstaklega leiðinlegt undanfarið. hlakka ekkert smá til að klára þetta... og vona ég alveg óskaplega mikið að ég standist allt saman án þess að líta út eins og hálfviti. á laugardaginn ætlar ný og fersk kristjana að vakna. allir eru velkomnir til að styðja mig á morgun. líklega þá í anda flest ykkar.
luv,
kriss

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér ógeeesssslega vel...tuss á bakið...og allt það. Verð pottþétt með þér í anda.....þú munt finna fyrir mér.

12:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér svakalega vel.. vona að þú sért ekki komin með gubbupest - taktu annars með þér bréfpoka...

Sigrid

11:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

skyrp skyrp fra Køben. Ég er allavega ein af þeim sem er með þér í anda.. og klukkan er nákvæmlega 13 þegar þetta er skrifað.

áfram krissa o.s.frv...

luv.
s.

1:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home