föstudagur, mars 03, 2006

vikan sem leid

lífid mitt er frekar púkalegt thessa dagana. allaveganna á daginn. djøfuls vinnudruslan. fyrstu vikurnar var ég á skrifstofu med fjórum ungum konum. gott og vel. í vikunni kom hinsvegar ein konan og sagdist ekki thola lyktina af mér :-) ilmvatnid sem ég notadi væri svo thungt ad henni væri bara óglatt allan daginn! kellingin er reyndar ólétt og svona... svo sagdist hún einnig vera viss um ad thad væri reykingarlykt af yfirhøfnunum mínum. gott og vel. hormónarnir alveg ofvirkir. nema hvad. hún bad mig ad vinsamlegast geyma yfirhafnirnar mínar fram á gangi og hætta ad nota ilmvatn og passa uppá ad ég lyktadi ekki af neinu. hmmm.... jú, einmitt. ég ætla ad thvo øll føtin mín svo thau lykti ørugglega ekki af ilmvatni, hætta ad nota ilmvatn fyrir fullt og allt, aldrei fara á bar eda kaffihús med reyk á og banna reykingar á heimili mínu. bara fyrir hana. yeah right. sagdi henni bara ad hún gæti ekkert ætlast til ad ég breytti mínu lífi bara af thví ad henni sé óglatt. fuss og svei - hvad ég var pirrud. ég sagdi ad eina leidin væri ad ønnur hvor okkar myndi flytja, thví ég ætladi sko aldeilis ekki ad breyta einu né neinu. ekki nóg med thad... thá virtist hún í fyrstu ætlast til ad ég taladi vid bossinn og thá sagdi ég ad thetta væri sko hennar vandamál og hún gæti bara gert thad sjálf. sídan talar hún vid bossinn og svo ég.... og svo bidur bossinn gerdu skringsli um ad skipta um pláss vid mig sem gerda mjøg svo skiljanlega vill ekki. endar á thví ad mér er trodid inní stúdentaherbergid thar sem nú sitja átta manns. jíha! thad versta er ad bossinn leggur thetta thannig upp ad thad sé ég sem vilji skipta um skrifstofu af thví ad thad var svo thrøngt thar og svo dimmt!!!! einmitt. hef aldrei minnst einu ordid á thad. ótholandi svona... langt frá thví ad vera sannleikurinn. helvítis bossaleikfimi og helvítis óléttar danskar kellingar. hún er reyndar alveg fín held ég thessi drusla... en ég ætla samt ad hugsa illa til hennar. allaveganna í nokkra daga. svo nú er ég alveg í himneskri adstødu hérna í vinnunni og allir skrifstofufélagarnir halda ad ég hafi bedid um ad fá stædi inní stúdentaherberginu og thar med minnka theirra pláss um heilan helling. allir gladir... eda ekki. æææ... og ég á ekki einu sinni hillu hérna.

svo ég er bara alveg sjúk í ad helgin sé ad koma. get ekki bedid. er ekkert búin ad gera sídan ég flutti á nýju skrifstofuna af thví ad thad er eitthvad thykkildi í mallanum mínum. annars fagnadi ég helginni adeins í gær med thví ad elda vel heppnadan mat og drekka hvítvín. helgin á vonandi eftir ad vera svaka notó. í kvøld er ég ad fara ad hlusta á ungan dreng spila á gítarinn sinn og á morgun ætla ég kannski ad fara á chicks on speed... veit samt ekki alveg hvort thad sé thess virdi ad eyda 200 dkr í thessar klikkudu kellingar.
annars er ekkert nýtt. nema jú... svara svanhildi... kem til íslands um páskana í heila viku. ætla medal annars ad verda 30 ára á fróni.
jæja... góda helgi ljúflingar....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vei, bid spennt eftir hasarsogum af nyju vinnunni! Faer Krissa hillu? Verdur gubbad yfir hana, og munu nyju vinnufelagarnir saetta sig vid rokkendroll domu i lidinu??? Fylgist med...

6:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home