úff púff
aldeilis sem tíminn líður. innan við tvær vikur í skil en samt er ég enn alveg pollróleg. eða í rauninni er ég orðin óróleg vegna þess hve róleg ég er. ef það er hægt. tómt kæruleysi um helgina. leit varla á þessa ritgerð. gat ekki staðist ókeypis rauðvín og bjór á föstudaginn. svo kom laugardagur og það er sá dagur sem mér finnst erfiðast að vera dugleg á. ákvað að vera best á sunnudaginn frekar... en eftir eina rauðvínsflösku á laugardagskveldið gat ég ekki barið djöflana í burtu frá mér lengur. er svo sjúk. sagði já takk við boði fröken trine og hennar herra og fór í geim vopnuð öldrykkjum og rauðvíni. mjög notalegt. auðvitað gerði þetta að verkum að ég stóð varla upp allan sunnudaginn, nema rétt til að hitta gerðu og dísu á kaffihúsi um kveldið. ansans vesen. en maður getur fundið jákvæða vinkla á þessu öllu saman. nú ætti ég að þola stanslaust stærðfræðihux næstu tólf dagana þar sem ég viðraði hausinn minn svona afskaplega vel um helgina.
eins og vanalega er annars lítið um fréttir héðan. aðallega er það verðið sem segja má sögur af, en hér er viðbjóðslega ískalt og snjór. mjög svo áhugavert. allaveganna finnst morgunfréttunum á tv2 það og eyða miklu púðri í þetta skemmtilega veðurþema.
er farin í mathworld, kem aftur síðar...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home