þrjár vikur í skil...
nú er að koma helgi og þá á maður að hoppa og skoppa í gleðinni. ég skoppa hinsvegar ekki mikið í dag, enda er ég einkennilegur auli sem á að skila doktorsritgerð eftir þrjár vikur. er doldil stresspíka, en samt alls ekki nógu mikil. get bara ekki tekið mig saman in da face og unnið eins og vitleysingur. skil ekkert í mér. mætti halda að mér væri skítsama hvernig þessi ritgerð verður. ég vakna á hverjum morgni klukkan sirka tíu og er ekki komin í vinnuna fyrr en rétt um ellefu. þá tekur við smá surf, lesa meil, skrifa meil og kannski splæsi ég í e-ð sniðugt á netinu. hádegismaturinn er fasti punkturinn í lífi mínu. hálf tólf. klukkan tólf þarf ég að melta og gera ýmislegt sem því tengist... kaupa mér kaffi og svona og sirka hálf eitt byrjar vinnudagurinn. sjæse. ekki gott. svo er ég heldur ekkert góð í að segja nei við félagslegum gjörningum á kveldin svo ég er yfirleitt hætt að vinna um sjöleytið. algjör kjáni. á morgun byrjar nýr dagur. þá gerist ég brjáluð vinnukelling.
annars gerist ekki mikið í mínu skonsulífi... uppgötvaði þó eitt afar smellið í vikunni. ég viðurkenni það að ég er ekki mjög fær þegar kemur að fjármálum og er frekar kærulaus hvað þetta varðar. skulda doldið mikið og eru lán, yfirdrættir og slíkt ekkert sem ég fæ í magann útaf. skulda líka 8000 dkr í boligstøtte. nema hvað... uppgötvaði að ég hafði sótt um námslán síðasta sumar sem þýðir að ég fæ kannski væna summu frá lín þegar ég skila ritgerðinni!!! var búin að steingleyma þessu og þetta gæti jafnvel þýtt að ég mun geta borgað skuldir og byrjað nýja lífið í nýju vinnunni með aðeins einn einfaldan yfirdrátt. himnekst alveg. ég verð ný kona... endurfædd.
Ps by the way... einhver sem sendir jólakort undir nafninu MC KR?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home