mánudagur, nóvember 28, 2005

happy monday

búin að vera helvíti óvirk um helgina. átti að vera rólegheitahelgi en það hefur verið margt um skruðninga og óþægindi svo ég hef ekkert verið voða dugleg að rækta það sem rækta skal. fór ma á mugison tónleika og þar voru samankomnar margar tegundir af íslendingum sem voru örugglega 90% af tónleikagestum. leið frekar illa í kringum alla þessar mafíur sem til eru hér í bæ... á enga slíka. annars fannst mér mugison frekar boring. held að hann hafi oft verið í meira stuði... það var allaveganna eitthvað sem var ekki að virka hjá honum.
nú er ég hinsvegar alveg að komast í gírinn. mikil orka í deginum í dag. byrjuð að vinna með tónlist í eyrunum. bjargar öllu. þó svo að það geti verið truflandi þegar maður þarf að hugsa á trilljón og reykur kemur út úr eyrunum mínum, þá getur þetta algerlega vegið upp þá þjáningu og áhyggjur sem mér finnst þessi greinaskrif vera akkúrat núna. vashti bunyan er snillingur í að róa mig niður þegar ég er að því komin að spítast á billjón upp í loft af stærðfræðiáhyggjum... hún vashti er greinilega á mála hjá århus uni við að verja loft og veggi gegn blóðklessum og heilasafa. þetta er allt að koma... ætla að gera þennan dag að hamingjusamlegum mánudegi. ekki oft sem það gerist.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

GO GIRL! tho thad se kominn fimmtudagur...

11:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home