þriðjudagur, nóvember 08, 2005

frænds&frænks helgi

helgin var alveg ótrúlega skemmtilegt. gaman að hafa frænku í heimsókn. hún er nefnilega alveg á sama klikkstigi og ég. við frændsystkinin og þurý hans andra elduðum mjög ljúffengar nautasteikur, drukkum jólabjór (m.a. hinn óhugnarlega góða 9% jóla st. fuellin á krana), frænka verslaði sem óð væri, fögnuðum sigri man utd og héldum þynnkudag. það var einhver fjölskyldulykt af okkur og má segja að fröken kristjana hafi máski verið sú sem minnst lyktaði á köflum. fórum líka á frábæra tónleika með mjálmandi systrunum í cocorosie. jacob, trine, casper & co. spiluðu líka alveg ofsalega fína tónleika áður... og voru þau orðin svo miklir vinir systranna að þær báðu þau um að spila með sér lokalagið. ansi kúl. báðu þau meira að segja um að koma með þeim til kaupmannahafnar og hita upp fyrir þær þar... sem gekk ekki upp þar sem það var eitthvað mixaravesen á litla vega. dem. en samt kúl!!! já, alveg eðal kvöld og harpa hafði svo góð áhrif á mig að við slepptum því að fara í eftirpartí og fórum heim eftir voxhall-lokun ásamt solveigu. þar skiptumst við á að spila benna hemm hemm og villa vill solveigu væntanlega til ómældrar gleði og hápunktur kvöldsins var líklega þýðing okkar hörpu á textanum til eru fræ. ...børnene bliver aldrig blomster... og læberne som aldrig kan få et kys... helvíti öflugar. had to be there. vildi óska þess að ég hefði skrifað þýðinguna niður.
nú hefst skeið í mínu lífi sem mun einkennast af mikilli kaffidrykkju, stressi og fátækt. það er ekkert nema gott mál, því ég veit að ég mun verða svo glöð þegar tímabilinu lýkur.
upp með lundina og knús.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

aLLÓÓ Kriss kross..

Long time no see..

Hvad segiru um kaffihús brádlega?

Kv,
Matthildur
www.blog.central.is/mattapattamus

10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hva var leikfimin stunduð grimmt þessa helgina???

5:34 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já, það má segja það. leikfimi og söngur. það er málið. var hugsað til fúmmkórsins sem virðist hafa verið í dvala undanfarin misseri. kannski að smá leikfimisæfingar gætu fúttað þetta upp og vakið kórinn góða.

3:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home