mánudagur, október 10, 2005

klukks

alvaran byrjaði víst ekki í dag... og hef ég því ákveðið að búa til þetta klukk sem ég gleymdi... bara svona til að eyða tímanum hérna í vinnunni. svo vonast ég til að hún lascarpa verði við ósk minni að gera svona lista líka. hún er nefnilega svo skondin stúlka... eða konubarn... eða dama. hér koma svo nokkrar augljósar staðreyndir um mig. ekkert djúsí.

1. ég sé frekar illa. er með sirkabát mínus tvo, en nota hvorki lonníettur né linsur og það er ekki á dagskránni að fá mér slík tól. í raunveruleikanum er sem sagt allt minna en í mínum heimi þar sem hlutir eru stórir og feitir. svo ef ég svara já þegar þú spyrð hvort þú sért feit/ur, þá er það bara þess vegna. ég hef líka talið mér trú um það að mér þyki skemmtilegra að þekkja fólk út á götu út frá hreyfingum og fasi, en að sjá hvernig það lítur út. eini virkilegi ókosturinn við þetta er að ég fæ líklega fleiri hrukkur í kringum augun útaf píringum.
2. ég er sjónvarpssjúk. ég horfi á nánast allt í sjónvarpinu. allt frá alvarlegum heimildarþáttum, fréttaskýringarþáttum... til sería sem gera mann heiladauðann eins og o.c. og brengluðu húsmæðurnar. ég hef líka verið dugleg að fylgjast með þessum helstu sápum í gegnum tíðina, t.d. santa barbara, bold and beautiful, grönnum og guiding light. eina sápan sem ég get fylgst með hér í dene er bold & the beautiful aka glamour... hinar eru hættar eða hreinlega ekki sýndir í danska landinu. ég óska þess að ég geti búið til eina sápu einhverntímann í framtíðinni. raunveruleikasjóin er þó líklega það eina sem ég nenni ekki að horfa á... nema jú topmodel. elska það.
3. ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta... en ég er eiginlega manískur kvíðasjúklingur. kasta mér sem óð sé milli þess að vera sjúklega kvíðin og taugaveikluð og svo að vera þessi ofurrólega týpa sem er skítsama um allt, samt glöð og þá er sem ekki renni blóð í mínum líkama. mest kvíði ég fyrir framtíðinni, þá sér í lagi þessari nánustu. þegar fólk fer að spyrja mig útí hana, þá fæ ég risa ormakvikindi í magann og þarf að æla.
4. ég er með gleymsku- og tapsýki. þetta er einskonar fylgikvilli staðreyndar þrjú. afslappaða og dauða kristjana þarf ekki að hugsa og þess vegna gleymi ég öllu. taugaveiklaða lufsan hugsar alltof mikið og það að þurfa að muna eftir hlutum týnist bara í hausnum á mér. hef t.d. þurft að panta nýtt dankort að mig minnir fimm sinnum á þessu ári. sem dæmi má nefna, eiga kortin það til að týnast inní einhverjum bókum sem ég opna sjaldan eða jafnvel á barnum. stundum detta þau út úr töskunni minni án þess að ég taki eftir því eða þeim er stolið. ég þarf líka að fara að meðaltali 2-3 út um dyrnar á morgnanna. ég gleymi nefnilega alltaf einhverju. mér þykir samt merkilegt að ég enda alltaf á því að muna eftir því sem gleymt er... en alltof seint. æ. almennt er ég frekar utan við mig.
5. mig dreymir um að kunna á hljóðfæri. vildi óska þessa að ég hefði verið sett í eitthvað svoleiðis þegar ég var lítil. vildi líka óska þess að ég kynni að syngja af þvi að mér finnst það svo einstaklega gaman. ég er nefnilega með þeim laglausari í bransanum og á ég það til að hrella fólk með tónaflóðum mínum.

það mætti halda að allir þessir hlutir séu frekar neikvæðir, en svo er ekki. ég er nefnilega oftast frekar hamingjusöm manneskja. það eru bara litlir og ómerkilegir hlutir sem gera mig ánægða. t.d. lífrétturinn minn súkkulaði crossaint og cappucino, tilfinningin að vinna í lottói þegar ég slæ lán, kaup á geisladiskum, fara á tónleika, fara í bíó, tala, borða og leika mér með vinum og fjölskyldu... og margt, margt fleira....

lascarpa... kom nu! og já... skringsli líka.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gleymdir alveg að minnast á það sem þér þykir langlang skemmtilegast að gera.....það vita það svo sem kannski allir!!!!

5:41 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

right you are... það er samt innifalið í "leikir með fjölskyldu og vinum"...

11:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm hef tha verid klukkud... gaman gaman :) tharf nu ad fara ad hugsa... coming up...

10:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home