mánudagur, október 03, 2005

vesen

það veldur mér hugarangri að ég er vesenislingur. ókurteis og andstyggileg á köflum. kristaltært að góðu punktunum fækkar einstaklega með hverjum deginum. ég hef þess vegna enga löngun til að segja frá helginni minni í hnotskurn. hún innihélt tár, bros og takkaskó.

jákvæðasti punktur helgarinnar voru tónleikarnir með herra malkmus. ég gerðist meira að segja grúpppía enn einu sinni og talaði heillengi við herra kúl. hann var mjög notó. mér fannst hinsvegar púkó að hann spilaði ekkert pavement, þrátt fyrir að það hafi staðið á setlistanum. hinn jákvæði punkturinn var fyrrihluti laugardags. fórum á artí fartí listasýningu, og sáum m.a. videoverkið um það að hafa brúna sósu milli fingranna. þangað fór ég tipsí og glöð með leigara heila 150 metra (og sló þar með mitt eigið met í stuttum taxaferðum).
svo fór að halla undan fæti hjá minni. fór á junip tónleika og svo á jomi massage aka speaker bite me damen og fór svo heim til árósa. svo til óðinsvé á tónleika. jomi var kúl en jose gonzales ekki svo kúl. samt ágætur. bara doldið boring.

nú er svo komið fyrir mér að ég ætla að taka til í litla höfuðinu mínu, því þar er bara ógeð, slef og skítur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

South Korean Presidential Secretaries start blogging
According to JoongAng Daily, the blogs are listed under the title of "The Blue House People - * Presidential secretarial staff speaks out," although they are only available in Korean.
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a internet site/blog. It pretty much covers internet related stuff.

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eru ekki einhverjar skemmtilegar myndir frá helginni????

7:18 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

það gleymdist að taka myndir í allri vitleysunni... þær fáu myndir sem teknar voru eru vondar og óhuggulegar. í meira lagi glataðar.

11:06 f.h.  
Blogger Not your goddess said...

held thu thurfir a meira frii ad halda... kondu til london i party og stud!!!

4:24 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já... meiri gleðifrí redda öllu! verst að partíið þitt er á sama tíma og airwaves :-( hefði nú verið ódýrara að skella sér til londru...

6:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home