helgarminning
kavos 2006 lokið. ferðin var sérdeilis fín. ég, dísa, stefán og gerða lögðum í hann frá árósum um kvöldmatarleytið á föstudaginn og stefnan var sett á langeland. einnig voru með í för jameson og royal öl. á langeland voru mætt verðandi foreldrarnir kristján & stella,doddi, védís & börnin . föstudagskveldið fór í almennt spjall, skemmtiatriði frá froskunum sem var mjög ánægjulegt. á laugardegi var stefnan sett á skútusiglingu. ekkert varð úr því. ég skildi ekki mennina á höfninni. fórum á ströndina í lohals þar sem við lékum okkur í frisbí, golf-frisbí, kubb í margskonar útgáfum, drukkum bjór og höfðum það notalegt. kung-fu skálmarnar voru bestar. sjænuðum okkur í sólinni og allt var frekar guðdómlegt. eins og smellinn sumardagur. á langeland gengur allt mjög hægt fyrir sig. svo duttum við í sumarhúsið eitthvað fyrir kvöldmat. sumir duttu í það, á meðan aðrir lögðu sig. ég, stefán og kristján lékum okkur, fengum fleiri drykki og fórum svo í hinn frábæra leik “hver deyr flottast?” í kornkerrunni herborgu. veit ekki hver vann, en mér fannst kristján koma best út á mynd.
árósardeild kavos sá um kvöldverðin. grillaðar voru nauta- og túnfiskssteikur. tókst okkur vel til. held ég. drykkju var haldið áfram og líklegt er að ég hafi unnið keppnina ”hver er mest fullur?”. ég er kjánaprik og rugludallur. svo var farið í popppunkt og fleiri spil. sumir fóru að sofa. aðrir kunnu ekki að lesa. enn aðrir sofnuðu í vitlausu rúmmi. ég held ég þurfi að taka því rólega næstu vikur. í gær var svo þynnkudagur dauðans þar sem ég gerðist þynnkuprinsessa og hjálpaði ekkert til við tiltekt. hafði mörg bit samviskunnar til að byrja með, en sannfærði sjálfa mig að ég hefði bara verið fyrir hefði ég reynt. allir keyptu sér regnhlífar. ég fékk bleika kanínuregnhlíf. lifði daginn af þar sem söngur og almenn gleði voru aðal þynnkumeðölin á heimleiðinni. ég dansaði ljóta dansinn á bensínstöð. nokkrar myndir eru komnar. þær eru hinsvegar bara prump miðað við fínu myndirnar hjá stjána & stellu. mig langar að vera jafn flink að taka myndir og þau. fyndnust eru regnhlífasamtökin. mér fannst helgin fín. takk fyrir hana. þessi dagbókarfærsla er eftir konu á táningsaldri.
1 Comments:
jamm, intresing komment thetta herna ad ofan... er verid ad hota halarofunni??? eda verid ad leida hana ut i glaepalifnad og sukk???
Skrifa ummæli
<< Home