sunnudagur, september 18, 2005

rófubeinsvandræði

mér er illt í rófubeininu. get varla setið. og ég sem ætlaði að byrja að hreyfa mig í vikunni. ekki verður mikið úr því. helgin var alveg hreint skemmtileg, þó svo að maríneringin hafi verið full sterk. var í algjöru rugli. en er svona að jafna mig. tónlistin var hinsvegar stundum ekkert spes. allt það besta var á fimmtudaginn. skemmtilegastir voru sænsku poppararnir í suburban kids with biblical names og þeir spiluðu uppáhaldslagið mitt með þeim. voða sætt. þeir spiluðu hérna á síðasta ári og þá var sko líka gaman. popp er yndi. heyrði reyndar líka alveg rosalega fyndnar sænskar stelpur sem kalla sig rough bunnies. missjónið þeirra er að hefna sín á öllum sem stríddu þeim þegar þær voru litlar. mér fannst hefndin bara helvíti fín. gott melódískt stelpuband.
fyrir utan rófubeinsvandræði er lífið ágætt. er nýbúin að fá mér nýtt lán. elska lán. ætla að eyða því öllu med det samme, t.d. í að borga húsaleigubætur. ég fékk nefnilega afar tussulegt bréf í gær sem í stóð að ég sé búin að vera að fá alltof miklar bætur. ætla svo að fara í helgarferð til cph bráðum og hlusta á stephen malkmus og svo ætla ég að skella mér í helgarferð til íslands í október. keypti miða í dag. svo nú hef ég fullt til þess að hlakka til. allt að gerast.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nú hvenær kemurðu til íslands?? (venligst ekki 7-9 okt takk)

10:32 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

nei, ekki þá. þetta er helgin 20. - 23. okt. en annars er ég ekki viss um að ég geti komist til cph að hitta þig þegar þú ert að árshátíðast :-( en samt kannski.

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

pjúff... gott!!

Nei enda þarftu ekkert að hitta mig þá helgi. ég hitti þig bara þegar þú kemur hingað í staðinn :)

11:34 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

gott. ætti ekki að missa af þér í þetta skiptið af því að þú hendist skyndilega til útlanda. knús til þín frú sigríður.

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home