fimmtudagur, september 08, 2005

mig langar að hlakka til...

mig langar svo í tilhlökkun.gefið mér eina slíka. er farin að sakna hennar. það er nú ekkert rosalega langt síðan ég hlakkaði til síðast, en ég var bara ekkert ógurlega spennt. langar að pissa í buxurnar af spenningi. næstum því. ég hlakka yfirleitt mest til jólanna. en ég nenni hreinlega ekki að byrja á því alveg strax. sérstaklega þar sem þau ætla að vera stuttklippt, ljót og tussuleg í ár. tilhlökkunin verður líka að vera í samræmi við lengd gleðinnar sem í vændum er. ég gæti kannski byrjað að hlakka til margra smáhluta. en það virkar ekki þegar smáhlutirnir eru svona á víð og dreif um haustið. svo eru þessir smáhlutir eitthvað frekar ómerkilegir og sjaldan þess virði að hlakka til... ný tónlist, nýjar bíómyndir, tónleikar og svoleiðis. ef útgáfa nýja cocorosie, nýja devendra banhart, animal collective tónleikarnir og cocorosie tónleikarnir væru allir í sömu vikunni, þá gæti það kannski verið þess virði að hlakka smávegis til. svo er hinsvegar ekki. þess vegna verð ég eiginlega að fara til útlanda. vont að ég á ekkert frí eftir. ég fer þá bara í helgarferð. verra er að ég á ekki neina peninga. það hefur svosem aldrei verið fyrirstaða. landsbankinn, danski bankinn og eurocard eru vinir mínir þegar mér hentar. lín gæti líka orðið vinur minn aftur á næstunni. en þangað til að ég næ að mana mig upp í slíka vitleysu, verð ég að láta mér nægja að vera í ótilhlökkunarfasa. eða gervtilhlökkun. ég hlakka til að fara að sofa. minna til að vakna.
bless. og nei. rakst á videoklipp sem sýnir danska meistarann í heimsku. já, í árósum er margur vitleysingurinn. bless aftur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hei kris.. komdu til köb! þó að það sé bara smáferð fyrir þig, þá geturu notað hana sem svona "millibilsástand" þangað til þú finnur þér eitthvað stærra að hlakka til :) ég skal hjálpa.... doktorinn.

5:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hei kris! koddu frekar eða líka í smáferð til stórborgarinnar RVK!!!
Annars er ég líka að láta mér dreyma um helgarferð til köb...og þá væri nú gaman að sjá þig þar á einhverjum skemmtilegum barnum...

6:36 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já. ég held að cph sé málið. dr.sig: ég stefni ennþá á malkmus þann 30. sept... en þori ekki að kaupa miða fyrr en ég er 100% viss. svana... koddu í cph-helgarferð. ég mæti. það yrði himneskt.

7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home