mánudagur, ágúst 29, 2005

glimrandi gleði

mætt aftur til dk eftir sérdeilis vel heppnaða ferð til útlandsins. mikil og rjómalöguð afslöppun og bara almenn gleði. er svona að finna hljóminn í danska lífinu með tölvuívafinu. fórum fyrst til rovinj sem liggur á vesturströnd hálfeyjunnar istríu í norðurhluta króatíu. stór hluti þessa svæðis er mjög ítalskur þar sem ítalarnir réðu ríkjum þarna í hundruðir ára. huggulegt pleis með fullmikið af túrhestum og króatísku poppfestivali. yes. þar sóluðum við okkur á nærliggjandi eyjum. ég með vörn 30 og sjálflýsandi líkama... en hann er aðeins að lagast enda varð ég svo djörf síðustu dagana í fríinu og keypti vörn 15. kannski ekki skrýtið að maður fái enga brúnku þegar maður er svona hræddur við sólina. við lentum líka í svakalegu rigningar- og þrumuveðri sem fór illa í sóldýrkendurnar. ég var nú ekkert ósatt við að eyða tíma mínum á barnum að kynnast lókal króunum í staðinn, en sumir voru ekkert of ánægðir með barferðina miklu. grátur, rifrildi og sárindi. en það lagaðist fljótt og við hentumst suður til dalmatíu og droppuðum túrhestarigningaferð til pula vegna veðurs þar sem ætluðum ma að skoða eitt af stærstu og best varðveittustu rómversku hringleikhúsunum í heimi. enduðum á eyjunni dugi otok í zadar eyjahafinu. á þeim hluta sem við enduðum (á frekar hendingarkenndan hátt) búa ekkert alltof margir. þar fara rútur á milli smábæja þrisvar fjórum sinnum á dag. fengum fína íbúð með verönd og alles í bænum verunić. þar búa víst 30 manns þegar mest er og fólk gerir lítið annað en að veiða fisk, passa uppá ólívutréin og rækta landið. sjoppan á svæðinu myndi láta minniborgarbúlluna í grímsnesi líta út eins og gylltan súpermarkað með demantsgólfi. verst var að ákveðna lífsnauðsynlega hluti var einungis hægt að nálgast hinumegin við fjörðinn. 200 m sjóleiðis, 40 mín göngutúr. en okkur tókst á ótrúlegan hátt að húkka okkur far á milli þrátt fyrir að það sé allt annað en morandi í túristum þarna. en þetta var bara ofboðslega notalegt. þvílíkt afslappelsi. lölluðum okkur bara á fínu ströndina sem var í hálftíma göngufæri á morgnanna. sóluðum okkur og lékum okkur í tærasta sjó sem ég hef fundið í evrópu og fengum okkur bjór í skugganum. kynntumst slatta af lókal liði þar og eignuðumst okkar eigin leiðsögumann. krói sem átti bát og fór með okkur á nærliggjandi strandir í litla fína fiskibátnum og monica fékk að fara í langþráðan fiskitúr þar sem mannsinn veiddi fisk með því að synda í sjónum með lukt á höfðinu seint um kveld. vorum líka mjög kreatívar í matargerðinni enda hráefnin í sjoppunni ekki uppá marga fiska. væri alveg til í að búa á svona stað í nokkra mánuði án alls. bara ég og náttúran. erum við allar búnar að finna okkur störf þarna við hæfi. solveigu fannst póstmaðurinn eiga heillandi bíl og fallegan lekandi gúmmíbát. hún myndi þó mála hann bleikann. monica ætlar að vera veiðimaður og hjálpa fólkinu í bænum þegar það veikist svo það þurfi ekki að fara svona langt alltaf til læknis. ég ætla hinsvegar að passa upp á einhver ólívutré og rækta grænmeti. ég og náttúran alein. króinn stakk upp á að ég myndi hafa stærðfræðiskóla fyrir börnin á kvöldin.... eða þeas barnið.... enda er víst bara eitt barn búsett í bænum!!!! allaveganna... þetta var tvímælalaust besti hluti ferðarinnar. enduðum svo í feneyjum í hygge. kaffi í massevis, ítalskur ís, aperol drykkir, rauðvín og matur. stend ég eftir með kaffi, aperolflösku, intimissimi nærföt, sokkabuxur, náttúrulegar sápur og ýmsar skemmtilegar kryddblöndur. hefði getað tekið heila ferðatösku með mér af ítölskum súpermarkaðsvörum. verst þótti mér að hafa séð fínu skóbúðina áður en við fórum heim. lok, lok og læs. þar voru ofsalega mikið af fallegum skóm. janet & janet, salvador sapena og fullt af ókunnugum fegurðarskóm. fór næstum að gráta enda aðeins ódýrari en maður hefur séð hér í norðri.
djöfulli er þetta orðið langt... ætlaði nú ekki alveg að vera með ferðasögu... en nenni þessu kannski af því að þá þarf ég ekki að hugsa um að á morgun byrjar alvaran. reyndi að byrja hana í dag án árangurs. fékk bara kökk í hálsinn þegar ég heyrði röddina í háværa og vonda tölvukallinu, pirrandi leiðbeinandanum mínum. einhverjir vondir straumar þarna, vont kaffi og vondar kökur. jæja... ætla að halda áfram að horfa á sjónvarpið. nú var finalen í americas next top model að klárast. glötuð úrslit.
knúses....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gott að sjá þig aftur.... hrikalega væri ég til í að vinna við að passa ólívutré... bara eitt... ekki of mikla vinnu !

knúses

11:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home