miðvikudagur, ágúst 17, 2005

ég á leiðinni í sólina

djöfull eru þessar fyrirsagnir farnar að fara í pirrurnar á mér. langar ekki að hafa þær lengur. er svo andlaus og það væri ágætt að drepa þær. annars er ég núna búin að vera í vinnunni síðustu þrjá daga plús mínus þrjá og fer svo á morgun til feneyja og þaðan til króatíu. er ég búin að sjá það að þetta er eitt mest illa lyktandi sumarfrí vinnulega séð sem ég hefði getað nælt mér í. hálfgerð klobbalykt af því. kannski ekki sumarfríinu sjálfu sem er náttúrlega yndi. þetta er bara skipulagningin á fríinu. hróarskelda&accelerator – tveir vinnudagar – Ísland – fimm vinnudagar – Norge – fjórir vinnudagar – familís – þrír vinnudagar. hef fengið nákvæmlega ekki neitt útúr þessum vinnudögum. maður er alltaf svo lengi að gíra sig upp og niður í þessa akademíu. þess vegna er sálartetrið skjálfandi. ekkert bleikt og glitrandi glimmer þar. stress.
annars er fólk hægt og rólega að koma aftur til fjárhúsanna. margir búnir að vera í fríi eða einhversstaðar í útlandinu. ferðafélagarnir mínir þær solveig og monica eru mættar og við hittumst í vikunni til að ræða ferðina. höfðum í rauninni ekki ákveðið neitt varðandi þessa ferð nema að fara á alltof marga staði og var mér farið að finnast það dálítill niðurgangur. það léttist þess vegna í mér lundin yfir hvítvínsdrykkjum því við opinberuðum þarfir okkar. liggja bara á ströndinni, slappa af og sóla okkur. svo nú verður bara farið eitthvað stutt. ekki ferðalög á hverjum degi. bara sandur, sjór, vörn nr. 30, bók, tónlist í eyrunum og frispí. samt djöfulli súrt að i-podinn minn sé farinn frá mér. hann hefði plummað sér vel á ströndinni með mér. nú þarf að velja og hafna diskunum sem ég vel sem ferðafélaga. samt nokkuð ljóst að nýji sigur rósar diskurinn verður með. hann er aaaaagalega fínn. bjóst nú ekkert of mikið við því.
ætla að fara að hárblása síðustu fötin mín sem eru ekki orðin þurr. ég er nefnilega með þurrkarafóbíu. pakka, fá mér annað rauðvínsglas og svæfa mig inní ferðadraumaveröldina. þangað til næst.
knús&kossar....

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

goda skemmtun, verd bara med ther i anda... 12 stig og rigning heima... sveiattannn!!!

3:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hafðu það gott og ekki týnast.....

5:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hei Kris.
Skemmtu þér ógurlega vel og sólaðu mikið. Heyri í þér þegar þú kemur aftur, þá ætti ég líka að vera komin aftur til baunalands. sigrún.

5:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

have fun, passaðu þig á diskói og dómestik birrum, reyndu frekar að æfa óperuröddina vel á kvöldin. Ef þú kemst yfir einhvern smart leddara eða demant hafðu mig þá í huga....er nebblega mjög spenn! Góða ferð rjúpan mín.

12:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey Krissa, kannastu vid thessa
www.atingere.com

5:36 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

hljómar fínt... eru þetta ekki eitthvað af mínus-stráklingunum??? eða er ég að rugla kannski?

9:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home