laugardagur, júlí 30, 2005

Mannræningjar í Osló City

Í sveitabænum Osló var eiginmanni mínum STOLIÐ sem og veskinu mínu með öllum kortunum mínum. Mikið er ég leið og hef ég stundað stanslausa sjálfsvorkunn síðasta sólarhringinn. Ég sakna hans einstaklega mikið. Hann er nefnilega ekki einungis fagur heldur er hann gæddur miklum persónutöfrum og hans innri persóna hefur blómstrað sem aldrei fyrr síðastliðnar vikur. Hef ég grunaða einhverja ósvífna unga tölfræðinga um verknaðinn, en líklegt þykir að gripnum plús buddu hafi verið stolið þegar ég sat á veitingastað einum ásamt þessum lýð. Þessi fimmtudagur var sem sagt mikið mis. Ég hélt diskó-fyrirlestur. Skjárinn blikkaði svo mikið að ég gat varla horft upp á tjaldið. Svo þessi ógæfa. Ég fór í svo mikla fýlu, af því að ég átti engan pening og allt var svo svart og ljótt og kleprað, að í ógleðinni breytti ég miðanum mínum heim og beilaði því á að hitta Solveigu og Monicu. Fór bara strax heim, algjör egóisti. Grey Solveig, sem enga peninga á, búin að taka frí alla helgina frá vinnu og alles... Ég er algjör dóni, en svona er þetta. Hausinn minn var í flækjuástandi og ég hugsaði engan veginn skýrt þegar ég vaknaði í gærmorgun eftir svefnlitla nótt sem fýlupúki.
Annars var restin af ráðstefnunni svona la-la. Skildi nú ekkert of mikið af þessu dóti sem ég heyrði... og talaði ekkert við of mikið af fólki þarna. Ég er svo asocial í þessum bransa. Fyrir utan Dísu og Steven vin hennar (sem björguðu mér) þá held ég að ég hafi talað meira við norskan ótölfræðilegan nágranna minn á stúdentagörðunum en tölfræðingana. Toppurinn var líklega að verða tipsí af spriklandi víni í móttökunni í ráðhúsinu í Osló. Það var nefnilega ókeypis. Botninn var auðvitað mannránið, en það sérstæðasta þótti mér að þegar við tékkuðum okkur út af stúdentagörðunum þurftum við að skila sænginni, koddanum, rúmfötum og GARDÍNUNUM úr herbergjunum!!! Við erum að tala um að ég var þarna í sex daga... og var inná herberginu svona 8-10 klst á sólarhring. Max. Hef aldrei heyrt annað eins. Ég hefði átt að pissa á gardínurnar og skila þeim svo Norsararnir hefðu eitthvað til að þrífa. Hefði alveg getað tekið upp á því miðað við súra attitudið mitt þarna í gærmorgun. Hataði heiminn og heimurinn hataði mig.

Æ... ég sakna hans Mr. Pink svo mikið... Þið sem þekkið eitthvað af bræðrum hans og frændum. Biðjið þá að skila kveðju til hans ef þeir hitta hann einhverntímann. Líklegast þykir að þeir myndu hitta á hann einhversstaðar í Austur-Evrópu eða í Osló City. Mr. Pink... if you are out there.... I miss ya, I love ya, I need ya.

Súrsætar kveðjur frá Aarhus C.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home