miðvikudagur, júní 15, 2005

Flóttakona

Ja hérna hér... Ungfrúin stakk af úr skólanum í gær. Ætla að fara þangað fyrst aftur á morgun. Ég fékk nefnilega ógeð af nemendunum mínum sem koma alltaf og trufla mig. Ósjálfbjarga grey. En ég get ekki sagt nei og þess vegna lét ég mig bara hverfa til þess að fá vinnufrið. Ég þarf víst aldrei að hjálpa þeim aftur eftir föstudag. Júbbí kóla. Vinnufriðurinn er nú ekkert eðal hérna heima heldur. Helst eru það græjurnar mínar sem trufla mig... verð að tjúna þær soldið til að yfirgnæfa hljóðin frá bílunum og fólkinu út á götu. Búin að eyða doldlum tíma í að finna uppáhalds læridiskinn fyrir daginn í dag... mice parade – obrigado saudade var vinningshafinn. Agalega fín plata… sem ég kann ekki að skilgreina. Ég kann aldrei að skilgreina.

Kvöldið í kvöld er mjög spennandi. Alternative hiphoppararnir í Dälek eru að spila og ég held ég þurfi að taka með mér eyrnatappa. Hef heyrt að þeim finnist voðalega gaman að skrúfa upp hljóðið alveg endalaust. Er mjög spennt... enda ekki á hverjum degi sem maður fær að hlýða á öðruvísi hiphop. Var svo ”heppin” að vinna miða á leikana. Doldið kikset... en þá ætti ég að geta keypt mér einn drykk á þessum miklu sparnaðartímum.

Já, já.... hef ekkert að segja eins og sjá má. Luvs&Knúses...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home