fimmtudagur, júní 09, 2005

Honeymoon

Já, mér og Mr. Pink kemur alveg gríðarlega vel saman. Erum búin að þeytast út um allan bæ án þess að lenda í rifrildi. Það var þó svo í byrjun, að hann gat ekki hætt að tala, en svo var mér kennt að láta hann halda kjafti.

Annars líða dagarnir agalega fljótt núna. Í gær var stór dagur í lífi mínu. Kristjana sló sitt fyrsta bankalán, er komin með opsparingsreikning, budgetreikning, heimilistryggingu, greiðsludreifingu, búin að segja upp fastnetinu, ræktarkortinu og ég veit ekki hvað og hvað. Nú skal spáð í þessum stykkjum sem heita peningar.

Endaði þennan merka dag á að fara í huggulegt arkitektaútskriftarboð hjá Guðrúnu Gyðu. Varð hálf afbrýðisöm að sjá hversu ánægð og hamingjusöm hún var... ég held að ég verði ekki svona svakalega hamingjusöm þegar ég klára mitt. Heppið fólk sem er að gera nákvæmlega það sem það vill. Ekki það að ég sé eitthvað óheppin... er bara misheppin.

Annars ætlum við Mr. Pink að eyða hveitibrauðsdögunum á Spot. Þeir verða þó rólegaheitadagar... Mr. Pink er búinn að segja mér að hann ætli að sofa alla helgina.

2 Comments:

Blogger Not your goddess said...

æ, thad var svo gaman á spot... má ég vera memm? thá gæti ég líka fengid mér almennilegt rúgbraud, já, eftir 6 ár í danaveldi var mér komid upp á thann ósid...

10:24 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

ja, vertu memm. koddu bara yfir :-) eg skal kaupa handa ther besta rugbraudid i emmerys ef thu mætir.

12:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home