sunnudagur, maí 22, 2005

Ó sumar, ó sumar...

Jelló. Nú er ég glöð. Búin að ákveða sumarfríin mín. Þau eru alltof löng. Ætla að eyða 22 dögum af 25 í sumarfrí. Það þýðir 3 frídagar í kringum jól. En jólin í ár eru líka glötuð og ég verð líka glötuð að skrifa ritgerð þá... svo þá er líklega best að vera bara bissí í árhúsinu.
Sumarfríið mitt byrjar á afar ljúffengu festivali í Malmö þann 5. júlí. Ekkert slor... Coco Rosie, Joanna Newsom, Sonic Youth, Smog og Devendra Banhart ofl. Svo ætla ég að hendast heim til Íslands í nokkra daga. Er búin að vera að vesenast í þessum fargjöldum undanfarna daga og þetta er í meira lagi furðulegt með Flugleiði. Í gær kostuðu miðarnir sem ég óskaði mér 35 þús ísl... þegar ég kom heim í nótt fékk ég smá heimþrá og tékkaði aftur og þá var miðinn minn allt í einu á 25 þús kall. Undarlegi Flugleiðavefur. Svo fer ég til Dene í smá tíma og í lok júlí hoppa ég til Norge á ráðstefnu. Ætla að hitta Monicu og Solveigu helgina eftir og prófa norskt sumar. Síðan kemur stórfjölskyldan í heimsókn í byrjun ágúst. Þá verður sko líf og fjör. Tívolí, Djurs Sommerland, Legoland og svona... Jeiiii... Elska það. Þetta verður yndislegt. Og svo eru það Ítalía og Króatía í lok ágúst. Fljúgum til Feneyja og svo ætlum við að eyjahoppast í Króatíu. Uss.... þetta verður gott sumar.
Já, já.... annars voru tónleikarnir með Antony gríðarlega fallegir á miðvikudaginn... fór næstum því að gráta. Kíkti líka á Lou Barlow í gær. Algjör nörd. Amerískur nörd með lonníettur. Held hann hafi ekki nennt að spila... en hann var samt alveg fínn... notaleg tónlist og hann tók nokkra gamla slagara líka. Annars ekkert nýtt. Lífið aðeins eðlilegra núna en fyrir viku síðan. Stressið farið og þynnkan komin. Þangað til næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home