föstudagur, maí 13, 2005

Hress lufsa með stress

Hún er tussuleg kellingin sem situr hér og reynir að bulla eitthvað í þennan glugga.
Vikan búin að vera hreint prump. Allt kreisí að gera. Þar sem nú líður að því að kennslu ljúki með tilheyrandi skilaverkefnum, þá er búið að vera opið hús á skrifstofunni minni fyrir heimtufreka nemendur... og ég ekki haft neinn tíma fyrir mínar eigin sóknir. Ætlaði að eyða vikunni í að komast inn í hálf klárað verkefni sem er búið að vera á stand-by í laangan tíma af því að ég er að fara halda fyrirlestur um þetta efni í næstu viku. Það fór eitthvað lítið fyrir því og er ég þess vegna í sérdeilis tómu rugli. Veit ekkert hvað ég á að segja og skil ekki feitt rassgat í stórum bala. Þetta verður eitthvað skrautlegt hjá mér og sé fram á að vera með óskipulögðustu glærur í heimi og mun ég líklega fara með fleipur... Æjjj – stress, kex, mex, bless, stress. Já, ég verð bara að vera hress og segja fokk it. Nenni ekki að sjarma lýðinn... eða meira get ekki...
Svo stefnt er á að baka þennan fyrirlestur um helgina og undirbúa kennslu næstu viku. Jeiiii.... En ég er nú samt alltaf með gáfulega forgangsröðun. Sama hvað ég er stressuð er alltaf tími fyrir tónleika og bar. Fór og fékk mér nokkra bjóra undir einstaklega óspennandi tónleikum Madrugada á fimmtudaginn. Í stað þess að undirbúa kennslu. Allt fór þó vel í kennslunni í morgun þrátt fyrir mínus undirbúning. Ætla að reyna þetta líka á fyrirlesturinn og skella mér á eitt stykki tónleika í kveld með öl í glasi. Verði gleði. Þá er ég viss um að ég fái meil frá Guði með geðveikt flottu og gáfulegu beamer-tex-skjali sem inniheldur fyrirlestur um sjarmerandi vaxtarmódel byggð á Lévy grunnum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hva... er Hemmi Gunn bara mættur á svæðið, ha ha!!!
Það væri nú saga til næsta bæjar ef tzellingin færi EKKI að fara að fá sér öl í krús og skella sér á barinn!!! Luv and peas SUJ

12:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home