fimmtudagur, apríl 21, 2005

Ég verð ekki fullorðin á morgun

Júbbí!!! Barnið í mér er svo glatt að ég get ekki setið kyrr. Ég er ormarass. Hrafnhildur allsherjarsnillingur er búin að leigja fimleikasal uppí Risskov á morgun og þar ætlum við hoppa og skoppa á trampólíni, leika, leika og leika og henda okkur í gryfjuna. Yes!!! Djöfull hlakka ég til og Eibba mín er örugglega ekkert abbó yfir að komast ekki með á trampó :-) Kannski maður taki einhvern dans á gólfinu... spurning hvort maður muni betur fjórðu eða þriðju gráðuna. Mest vona ég þó að ég komi heil heim. Það er þó ekki mjög líklegt.
Það er annars mikið að gera í Árósinni núna. Allt kreisí í akademíkerbransanum. Sit hér fjórða kvöldið í röð að vinna. Mikil pressa á frúnni. Sigrún Ásgeirs verður svo hér að lesa læknaskýrslur á morgun og ætlum við aðeins að tralla og hygge á föstudagskveldið. Gaman að Sigrún skuli loksins kíkja í sveitina. Svo er líka afmæli hjá djassskvísunni Olgu i morgen og líklega hjá Mads á laugardaginn, svo það er enginn tími til að vinna 14 klst á dag í fræðunum vondu næstu daga. En það er einmitt það sem ég er búin að vera að reyna í vikunni. Hef náð kannski að meðaltali 10 tímum á dag og svo reynir maður við 12 í næstu viku. Go Kriss!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég verð að viðurkenna það að eg er frekar abbó núna og langar helst af öllu að vera með ykkur í dag....en þó ég væri með ykkur gæti ég sennilega ekki hoppað mikið svo ég er hætt að væla. Passaðu þig bara á íþróttameiðslunum...ekki skemmtilegt svona á gamalsaldri :)

10:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eibba :D

10:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home