laugardagur, apríl 09, 2005

Fótboltatímabilið er hafið

Sumarið er komið. Það veit ég af því að fyrsta æfing hjá FC Rainbow United var í dag. Þetta fótboltafélag var stofnað síðastliðið sumar. Þar á að vera pláss fyrir alla. Bæði kynin eiga leika sér saman með bolta og virðing skal borin fyrir öllum leikmönnum, óháð stærð, fituprósentu, styrk, útsjónarsemi, húðlit, kyni, stöðu, þynnkuástandi, útliti, ríkisfangi og fótboltafatnaði viðkomandi. Fyrsta æfingin var ekki jákvæð. Það eina jákvæða var að fullt af skemmtilegum nýliðum mættu í dag. Boltinn gleymdist og þurftum við að spila við litla og ofvirka táningsstráka sem virtu ekki reglur klúbbsins. Þetta eru bara þessi týpísku vandamál í byrjun tímabils. En það var samt djöfulli fínt að hlaupa og elta boltann. Josefine hin sænska er í bænum og var afar skemmtilegt að hún skyldi ná að hlaupa með, enda einn af eldri meðlimum félagsins góða. Ég átti afar lélegan leik. Skoraði ekkert. Átti varla stoðsendingu.
Í kvöld er stefnan sett á sushikennslu hjá Kollu og Guðrúnu Gyðu. Ég er búin að bíða eftir þessu svo lengi – loksins, loksins. Er afar spennt. Þær systur lofuðu kennslu fyrir einhverjum vikunum síðan og ég er svo glöð að þær ætla að standa við stóru orðin. Missi reyndar af ostefest hjá Kasper, Jacobi og Trine... en maður getur alltaf borðað osta og drukkið rauðvín. Annað má nú segja um sushiundervisningen. Er reyndar búin að eiga bók um sushigerð í laaaangan tíma.... en ég er ekki mjög bókleg varðandi mat. Verkleg er ég. Já. Líf og fjör. Ætli maður endi svo ekki í einhverju geimi í kvöld. Josefine er að dj-ast á Súkkulaðiverksmiðjunni þar sem hún ætlar að spila óhefðbundnari tónlist en venjulega glymur þar á bæ. Hún kom í smá kaffi í gær. Tjáði mér að ég gæti fengið að dansa við allt frá Cure, Joy Division, Pavement og Smiths.... til nýrra meðalstraumsdóterís eins og Modest Mouse, Interpol, Stokes..... og Stereo Total. Því lofaði hún. Það er sko ekki á hverjum degi sem svona tónlist fær að hljóma í r&b-bæ dauðans.
Já, mikið að gera í dag. Ég fjárfesti líka í eitt stykki digital kameru í morgun. Reikingurinn minn sá nefnilega plús í fyrsta skipti í langan tíma í byrjun þessa mánaðar, en er núna þar sem hann á að vera. Á botni yfirdráttarins. Það er bara kúl. Leið hálf illa með að hafa allt í einu nokkra þússara í yfirdráttinn. Já, það er gaman að spreða monningum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home