miðvikudagur, mars 30, 2005

Páskaprump

Hellú... Komin aftur til Dene eftir sérdeilis stutta, ánægjulega og þreytta páska. Sex dagar eru alltof stuttur tími fyrir frí á Íslandinu góða. Maður er alveg dauðþreyttur eftir þetta og imf.au.dk fékk nú ekki að njóta krafta minna neitt ofboðslega lengi í dag. Annars var þetta afar notalegt og líklega eitt af því skemmtilegasta að vera í fjölskylduboðunum. Laugardagur og sunnudagur fóru í það. Það finnst engum í minni familí leiðinlegt að fá sér einn eða tvo. Páskadagur var algert yndi þar sem systir hennar múttu og kall fóru á kostum í eldhúsinu eins og svo oft áður. Hef ekki fengið svona góðan mat lengi, lengi, lengi... en ég get lýst því yfir að ég hef gríðarlegan áhuga á því að borða mikinn og góðan mat. Parmaskinka með parmasean og einhverri agalega fínni og góðri basilikumsósu sem ég man ekki nafnið á. Aðalrétturinn var nammi-nammi-namm. Andabringur með kínverskri villisveppasósu með 5 þátta kryddi, sætar kartöflur með kínverskum villisveppum hvers nafn ég eigi man, léttsteikt spínat, smjörbaunir og vorlaukur með.


Powered by Hexia

Með þessu var svo drukkið rautt og hvítt. Eftirrétturinn var svo heimalagaður ís með ferskum jarðarberjum, óhollri súkkulaðisósu og svo var meira rautt og ostar síðar. Vildi óska þess að ég væri svona fær í eldhúsinu, ætti marga, marga peninga. Þá myndi ég eyða a.m.k. sjö klst á dag í át. Svo drukkum við g&t og bjór eins og okkur væri borgað fyrir það og svo enduðum við í singstar þar sem ég var víst talin einn af betri byrjendum í heimi, mamma var lélegust og stóru frændur voru mestu svindlararnir. Afar skemmtilegt að leika með fjölskyldunni en það gerði það að verkum að ég kom alltof seint í afmæli hjá henni Siggu minni. En svona er þetta stundum.
Nenni samt ekki að rekja páskasöguna enda voruð þið nú eiginlega öll þarna. Var svona mest familís, barferðir, þynnka, þreyta og hamingja. Náði ekki að hitta alla sem ég vildi, en mikilvægast er þó fjölskyldan og svo Eibba mín og hennar familí... enda hitti ég þau svo voðalega sjaldan núna þar sem þau eru alltaf líka í útlandinu og við ætlum víst að vera mis í næstu fríum okkar á klakann. Lúkasinn hennar er bara yndislegur. Svo er náttúrlega alltaf sérdeilis notalegt hvað hún Svana mín nennir að hanga með mér og taka mig með í allskyns þegar ég er á Fróni, þrátt fyrir að ég sé feita og súra vinkonan. Takk Svanhildur mín. Þú ert voðalega góð kona.
Annars er næst á dagskrá að taka all svakalega á því í stæinu, enda ég alveg að komast á síðasta söludag þar á bæ. Uss... Verð að drífa í því áður en vorið slær í gegn með tilheyrandi gleði og fótboltaæfingum í FC Rainbow United.

Yndiskveðjur,
Kristjana

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home