laugardagur, mars 12, 2005

Ég vaknaði

Nú er Kristjana að vakna til lífsins. Hef ekki verið mikið með á nótunum síðan ég kom til Dene eftir jólaball. Er svona að nudda stírurnar úr augunum og reyna að vera með í lífinu, sérstaklega stærðfræðilífinu. Enda ekki seinna vænna þar sem við eigum að skila inn tveimur greinum fyrir páska. Ekki langar mig að fara með sammara í páskafrí. Nei, nei. Svo ég er búin að simúlera eins og óð sé í allan dag og er að reyna að græja ýmsar analýsur fyrir aðra greinina. Þetta er nú meira lífið þessi stærðfræði. Ekki beint frábæra lífið.
Annars kíkti ég á spilerí í Stereo Studio hjá Jacobi & Sweetie Pie Wilbur í gær. Þau eru orðin svooo dugleg að spila. Svo gaman og allir eru svo kátir. Hlakka mjög til að heyra þau spila á Voxhall þann 18. mars enda hljóðið afar gott þar á bæ. Það er skemmtilegt að þau séu að fara að hita upp fyrir Efterklang þennan dag af því að Stafrænn Hákon aka Óli Smæl Skytta aflýsti. Þau heppin. Fyrir áhugasama: Það er komin einn dómur um plötuna þeirra og er hann afar góður myndi ég segja. Svo eru þau líka í heimsókn hjá Geiger í vikunni... Núna ætla ég að hendast út að versla á háum hælum (ég vinn keppnis Svanhildur) og svo er það bara meira stæ og meira kaffi. Uss... þetta líf, þetta líf.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Good design!
[url=http://jugrmrfy.com/ulbn/jbdm.html]My homepage[/url] | [url=http://jdrnjeat.com/tmmu/kvll.html]Cool site[/url]

12:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well done!
My homepage | Please visit

12:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
http://jugrmrfy.com/ulbn/jbdm.html | http://duuelvyh.com/qpur/hyzh.html

12:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home