miðvikudagur, mars 02, 2005

Alvarlega færslan...

Úr bullinu og mér, í alvöruna... Kannski ekki það sem fólki finnst mjög áhugavert... en allaveganna... Múttan mín var að segja mér frá e-i kennararáðstefnu á Íslandi um daginn. Ráðstefnan fjallaði um mismun á stúlkum og drengjum í grunnskólum. Eitt af því sem talað var um er að á Íslandi er það víst tilfellið að stúlkur standa sig mun betur í grunnskólanámi en drengir, sér í lagi hvað varðar lestur og stærðfræði. Þetta þykir mér afar einkennilegt. Sérstaklega þar sem í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við, eru drengir mun betri í stærðfræði en stúlkur. Ég skil þetta ekki alveg. Eru íslenskir drengir e-ð öðruvísi? Einhver talaði um að íslensku strákarnir væru með mjög fokked op ímyndir. Þú ert ekki maður með mönnum nema þú sért að meika það í boltanum og getir sagt kennaranum þínum að hoppa upp í rassgatið á sér. Það er nördalegt að vera samviskusamur og gera það sem þér er sagt. Þeim er skítsama ef þeir fá 6 á prófi, ólíkt stelpunum. Þær þurfa alltaf að sanna sig á meðan strákum er nett sama og eru bara glaðir og segja að ef þeir hefðu lært meira þá hefðu þeir fengið 9. Það er líka ákveðinn kúlista-status að vera sama um það að vera skammaður af kennurum, vera of seinn og skrópa í tíma. Hvað er málið??? Það er ekki meiningin að alhæfa, en.... Er uppeldið á drengjum á Íslandi eitthvað öðruvísi en á stelpum? Kannski er þetta uppeldið. Veit t.d. um konur sem segja að þær séu ekki jafn strangar við drengina sína eins og stelpurnar. Finnst þetta bara dálítið einkennilegt... en ég er kannski ein um það. Eru íslenskar mæður öðruvísi en annarsstaðar hér í Evrópu? Kannski íslenskar stúlkur séu bara bestar í heimi. Efast samt. Karlkynsverur Íslands eru kannski bara mömmustrákar upp til hópa. Eða eru feður ekki nógu virkir í uppeldinu?
Hvað á að gera í þessu.... kannski einstaklingsmiðað nám sé málið. Ég er máski bara eitthvað að rugla. En það er allaveganna alveg ljóst að grunnskólarnir á Íslandi eru fullir af agavandamálum og er þar alls ekki við kennarana að sakast. Sökin liggur að mestu hjá foreldrunum og heimilunum í landinu. OG það eru alltof margir foreldrar sem bera takmarkaða virðingu fyrir kennarastarfinu og grunnskólanum í heild sinni. Sem er einkennilegt þar sem svo virðist sem grunnskólinn sé meira orðinn uppeldisstofnun, en menntastofnun. Já, þar liggur hundurinn grafinn. En það eru nú væntanlega margir sem eru ósammála mér. Ekki í fyrsta skiptið :-) Mér finnst þetta allaveganna dálítið athyglisvert.
Já, já. Vona að engum af ykkur sem lesa þetta finnist ég vitlaus og ferköntuð. Nýr taktur... Fyrsta bloggið þar sem ég reyndi að hugsa um það sem ég er að skrifa. Ekkert rugl... enda hefur það aldrei tekið mig jafn langan tíma að skrifa á þessa síðu... uss... þvílík tímasóun. Þetta tók alveg 20 mínútur af mínu dýrmæta lífi. Þetta er Kristjana kennarabarn, sem talar frá Århus City.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég er allavegana komin með fyrirfram kvíðahnút í magann vegna tilvonandi skólagöngu litla villingsins míns... ekki nema eftir fjögur og hálft ár eða eitthvað.. og það með afkvæmum sömu villinganna og ég var með í skóla fyrir 20 árum... sem er náttúrulega bara sorglegt... svo er ég með ennþá meiri kvíðahnút í maganum eftir að horfa á þætti hérna á stöð 2 sem heita eitthvað súper nanny.... ég er sko ekki agaðasta mamma í heimi... þarf alveg að laga það ... jakk....

11:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki hlutfallið milli karl- og kvenkennara allt annað á Íslandi en viðmiðunarlöndunum. Lægri laun => færri karlar, fleiri konur => stelpum gengur betur.

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Stefán hafi hitt naglann á höfuðið.

4:03 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Fleiri konur => stelpum gengur betur!!! Hahaha...
Stína mín... Sorrí hvað ég er lengi að koma mér af stað í að skrifa þér meil... Hann kemur. Langaði bara fyrst að heyra hvaða bókum prófessorinn minn myndi mæla með fyrir þig... ég er ekki svo mikill akademíker í mér – en proffi er hinn mesti. Knúsí~knús

11:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home