miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Hneggjum saman í stormi nr. tvö árið 2005

Ef ég hefði hjólað með sundgleraugun mín í stórhríðinni í gær, þá hefði ég örugglega hitta minn eina herra. Ég er viss um það. En nú vandast málið... Á leið minni út í veðgeðrið í gær, þá slitnaði teygjan á fínu bláu sundgleraugunum. Þar missti ég af góðum feng. Hinsvegar má færa rök fyrir því að ef sundloníetturnar væru heilar í dag, þá myndi ég liggja á dánarbeðinu as~ví~spík. Þau eru blá sjáiði til. Í gærkveldi var dimmt.

Mér leiðist all svakalega hérna. Helvítis líffræðingarnir eru að kreista úr mér lífstóruna. Þeir eru agalega vondir tölfræðingar. Þreyta, já... þau þreyta mig. Þau nauðga mér. Eitthvað annað en litlu stærðfræðingarnir mínir. Þeir nudda mig.

Upp á fákinn. Kaupum augnskugga í ammælisgjöf. Fáum okkur lagköku og endum daginn á vískýsopa og royal-búðing.

Bless.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home