mánudagur, febrúar 14, 2005

Eibba & Lúkas kannski bara að koma???

Ég var orðin eilítið súr út í samgöngumál hér á meginlandi Evrópu rétt fyrir helgi. Aðallega vegna þess að mér fannst nú ekki líta út fyrir að hún Eibba mín myndi fá almennileg fargjöld frá Dussel til Jótlands. En nú ku víst allt vera að gerast. Ekki leiðinlegt. Vona að þetta virki og þau Lúkas komi hress og kát til Århus í lok mánaðarins.
Jamm... var svo svakalega glöð að hún væri að spá í að koma að ég uppgötvaði að það yrði líklega bara best fyrir mig að fara til Íslands yfir páskana. Íslenskt er eitthvað sem ég sakna þessa dagana. Nema hvað... Núna á einni viku eru fargjöldin farin úr 1700 í 2800.. Fokk Flugleiðir. Er svo súr. Finnst alltof dýrt að borga 30 þús kall bara fyrir nokkra daga. Ég fer kannski bara eitthvert annað um páskana. Sverige, Englalands eða eitthvað. Eða verð bara í fríi hér í Århus svona einu sinni.
Já, já... annars var ég þunn næstum alla helgina þó svo að ég hafi bara farið út á föstudaginn. Aldurinn eitthvað farinn að segja til sín. Svo er bara búið að snjóa og snjóa hérna og mér finnst ég varla þekkja bæinn minn í þessum vetrarklæðum. Varð mér svo kalt í gær, með blautar tærnar í strigaskóm útí snjónum, að ég er bara drulluslöpp í dag og ákvað að vera heima fyrir... muuu.. missi af matarboði og alles í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home