mánudagur, febrúar 07, 2005

Engin þynnkulykt...

... af minni núna. Jíha!!! Helgin fór vel, þú. En þín, ykkar... fjórða góða helgin í röð hjá Jóhenni? Mér fannst mjög ljúft að vakna á mánudagsmorgni endurnærð eftir þessa góðu og djammlausu helgi. Langt síðan ég hef haft það svona gott á mánudegi. Juuu... er svo ánægð með mig að það er bara sjúkt. Helgin er sem sagt á enda og má segja að hún hafi endað einstaklega notalega. Hann Kasper minn kom í mat þar sem á boðstólnum voru fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilikum, pasta, pestó, salat og steiktir tómatar. Svo var ungfrúin með glimrandi góðan eftirrétt... ávaxtatertu með makkarónum, súkkulaði og hnetum. Mmm... kláruðum heilt fat af gúmmulaðinu með sýrðum rjóma og kaffi. Svo töluðum við á 1000 km hraða þar sem við höfum ekki náð að hittast almennilega alein síðan ég kom frá Kengúrulandinu. Höfum verið frekar bissí... hann samt mun meira enda kominn með 32 ára ástkonu með þrjú börn og svo er platan sem hann, Jacob og Trine eru að fara að gefa út aaaalveg að koma... mikið tilhlökkunarefni... Þau voru einmitt að spila á Loppen á laugardaginn. Frumraunin í höfuðborginni gekk víst bara glimrandi vel. Hann Kasper kemur alltaf með geisladiska í heimsókn. Leyfði mér að heyra mjög skemmtilegan disk. Khonnor – Handwriting. E-rskonar tilraunakennd elektrónika með tilheyrandi suði... eða eitthvað. Er ekki alveg með á hreinu allar þessar skilgreiningar. Já, já... Hef ekkert meira að segja enda hafa síðustu dagar ekki verið mjög litríkir. Meira svona ljósir pastellitaðir dagar í drögtum, sem er reyndar allt annað en slæmt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home