sunnudagur, janúar 23, 2005

Fréttir úr myrkraholu ungfrú Kristjönu

Usss... búin að liggja uppí rúmmi í myrkrinu með kveikt á kassanum í allan dag... Ferlega slöpp. Ætli þetta sé ekki uppisöfnuð þynnka frá undanförnum dögum. Búin að dýrka smá Angel og aðrar ljúfar seríur, þamba 3 lítra af gosi, örugglega hálft kíló af pasta með grænmeti og osti, hlauppoka, popppoka, nokkur stykki af brauði í ofni með geitosti... Uss. Þetta er ástand. Sér í lagi þar sem ég hef nú ekki enn komist í að læra og er að fara yfir helstu afsakanirnar sem koma til greina handa leiðbeinandanum mínum á morgun þegar hún kemst að því að ég hef ekkert gert síðan síðast. Og þá var ég nú heldur ekki búin að gera mikið frá því síðast. Ohhh.....
Agglaveganna. Fór á hrikalega spennandi kappleik í gær sem endaði í jafntefli. Uss. Gaman að fá smá keppnis-spennu.
Svo bauð Hrafnhildur mér að koma með sér í íslenskt stelpuboð þar sem Kolla var líka ásamt tveimur ókunnugum íslenskum stelpum, Diljá og Matthildi. Reyndust þær afar indælar stúlkur. Matthildur eldaði dýrindis mat... mmm... nammi-namm... og svo var spilað, drukkið og spjallað. Fórum í 70 mínútur spilið og var það alveg hreint fyndið. Þvílík vitleysa. Fishermans Friend í stað ógeðisdrykks (sem sagt ógeðis bíttað út fyrir himneskt), áskoranir í formi stripps að neðan, hrákusúpu í lófa, gólfefnasleikja . Það var mikið hlegið og svo fórum við líka í nýja actionary sem er alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég elska spil. Enduðum svo á að fara í bæinn á einhvern mjög undarlegan stað fyrir neðan ógeðisstaðinn sem ég átti einu sinni heima á. Þá var hann strippstaður og leit reyndar út fyrir að vera það enn. Og þó. Kasínóið sem var þarna virtist þó horfið.Ég var hinsvegar afar lúin kona og fór heim snemma ásamt Hrafnhildi á meðan yngri skvísurnar tjúttuðu úr sér lífið örugglega langt fram á morgun.... Nóttin var nú líka frekar löng hjá okkur gömlu konunum því það tók leigubílinn sem Hrabba pantaði ÞRJÁ KLUKKUTÍMA að koma á svæðið. Þá var Hrafnhildur reyndar farin af stað í leigubílaveiðarnar útí bæ, henni til mikillar mæðu. En hún komst nú heim þrátt fyrir allt. Bara 2-3 tímum of seint.
Annars heyrði ég í frænda áðan... Hann missti náttúrlega af fundinum á laugardagsmorguninn af því að við sváfum "smá" yfir okkur... en þá var náttúrlega það eina í stöðunni að henda sér í drykkju. Hann er svo skondinn... Var víst svo hræddur um að vakna ekki í flugvélina í hádeginu á sunnudeginum að hann fór beint upp á flugvöll af djamminu. Plantaði sér fyrir utan skrifstofu Iceland Express á Kastrup, setti miða á bakið á sér sem á stóð á íslensku. Halló. Ég verð að ná flugvél Iceland Express klukkan 12:15. Vonandi verð ég vaknaður fyrir þann tíma. Það væri fínt ef þú gætir hjálpað mér að ná þessari flugvél. Bestu kveðjur, Sindri Már. Eða allaveganna eitthvað í þessum stíl. Man ekki alveg. Hann er náttúrlega ekki í lagi.
Jæja... Best að finna sér eitthvað meira til að maula á...


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gracías fur aa wúnderfuul kveld:)

kv Matilda

3:33 e.h.  
Blogger Vala said...

Ohh, Angel er frábær sería. Ég er alveg lost í henni. Líka Buffy. Verst maður getur ekki bara alltaf horft á sjónvarpið.

11:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Angel og Buffy eru að gera gott mót. Hafa oft bjargað vondum þynnkudögum... Knús til þín Vala!

5:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home