þriðjudagur, janúar 11, 2005

Helvítis hórustarfsemi...

Ekkert mikið nýtt héðan. Nema jú... enn og aftur hefur það komið í ljós að ég er í algjöru leikskóladoktorsnámi. Maður ræður litlu hvað maður gerir og er alltaf þeytipíka fyrir leiðbeinandann sinn. Í vikunni fékk ég póst frá manni sem þakkaði mér fyrir að vilja halda fyrirlestur á ráðstefnu í Mexíkó í mars 2006. Hmmm... Ég var næstum því búin að eyða þessu og hélt að þetta væri bara ruglpóstur. Spurði nú samt leiðbeinandann minn hvort hún kannaðist við þetta og þá hafði hún gleymt því að segja mér að ég ætti að fara þarna! Mér finnst að fólk geti ekki bara gleymt svona hlutum. Okei, það er nú alveg mjög langt þangað til og allt, en ég verð ekki einu sinni starfsmaður Árósarháskóla á þessum tíma. Á að skila ritgerðinni minni 1. febrúar 2006 og frá og með þeim degi er ég líklega atvinnulaus. Einkennilegur þessi leiðbeinandi. En þetta gæti orðið til þess að ég verð kannski í nokkra mánuði að vinna í skólanum eftir skil á ritgerðinni ljótu sem ég vona að komist í gegnum rassgatið á doktorsnefndinni og ég verði PhD. Ætli ég verði ekki að smyrja vel af vaselíni á hana áður en ég skila henni. Vaselín virkar vel á allt...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta ekki bara fullkomið fyrir þig ef þú verður atvinnulaus, einhver borgar fyrir þig flugfar fram og til baka til Mexíkó fyrir að halda eins og einn fyrirlestur... mun betra veður í Mexíkó en hérna í mars - og fullt af fínum kokteilunum :)
Dísa
p.s. annars yrði ég nú bara glöð ef þú heldur mér félagsskap hérna aðeins lengur en til 1. feb 2006, hvert á ég að fara með allar virkilega heimsku spurningarnar mínar þegar þú verður farin?? Ekki til M & M allavega... smuuu....

7:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mexikó hljómar hrikalega vel.. vildi að yfirmaður minn myndi óvart skrá mig á námskeið eða til að halda fyrirlestur þar... ég get alveg komið með þér til eftirlits.. passa að þér verði ekki stolið af einhverjum brjáluðum mexikóa nú eða að passa að þú drekkir ekki of mikið af tekíla rétt fyrir fyrirlesturinn... jeij...

Sirrí alveg að verða gettóbúi aftur

9:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hm...ég var að reyna að setja komment á síðuna en það virðist hafa dottið út eða farið inn ósýnilegt.. .eins gott að þú getur lesið ósýnilegaskrift

10:29 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Ég er nú ekkert súr ef ég þarf að fara þarna :-) kannski að maður skelli sér í helgarferð til Cancun eða e-ð eftir þetta. Finnst hún bara ákveða allt alein. Og jú... auðvitað virðist nú vera góður möguleiki að ég fái að vinna þarna þangað til að ég finn mér einhverja alvöru vinnu. Sem er jú mjög gott svo við Dísa getum skiptst á heimskulegum spurningum eitthvað fram á næsta vor.
Lifi tekíla og til lukku með ghettoið frú Sigríður.

12:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home