fimmtudagur, janúar 06, 2005

Drulla allt og allstaðar

Muhuhuhu... Heima hjá mér er bara skítur og loðkögglar. Náði ekki að laga til áður en ég fór til Íslands vegna anna svo það er vægast sagt jökklegt á Klostergade þessi dagana. Samt mjög notalegt. Mér líður svo vel í skít og drullu enda er ég kannski doldil drullukunta. Já, ljúfu Árósar láta mér líða afar vel. Ekki það að það hafi ekki verið ofsalega ljúft og skemmtilegt á Íslandi með fjölskyldu og vinum. Það var samt bara djöfulli erfitt. Ég er nú líka frekar skemmd í hausnum svo mér finnst allt erfitt... Það er ekkert sjálfgefið að gömul kelling eins og ég fari létt úr úr því að fá sér í aðra tánna svona oft á stuttum tíma.
Annars er ég búin að vera mjög afslöppuð síðan ég kom heim og hef gert mikið af danskri hygge. Mín danska hygge felst m.a. í því að drekka te og kaffi og spjalla við vini sína, þvo þvott, skúra gólf, hlusta á tónlist, versla í matinn... allt gert í miklum rólegheitum... eiginlega í slómó. Svo gerir maður auðvitað ekki neitt í vinnunni, nema taka sér meira en klukkutíma matarhlé og drekka kaffi með vinkonum sem eru svo ljúfar að koma í heimsókn í matematisk kantine... og jú svo skrifar maður bréf eins og þetta. Finnst þessi jól nú eiginlega hafa verið minni rólegheit en hversdagurinn í Dene. Það er auðvitað mér sjálfri að kenna af því ég er svo sjúk í að fara alltaf á barinn á Íslandi. Er það nú reyndar líka í Dene... en það dreifist á lengri tíma. Hér er maður víst í vinnu á virkum dögum eða þykist allaveganna vera það. Góðar stundir, lata&skítuga konan...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home