miðvikudagur, desember 01, 2004

Litlu ljúfur...

Já, kannski ég skrifi eitthvað til ykkar litlu ljúfurnar mínar. Nema núna er ég að þykjast vera mjög svo upptekin í vinnunni þar sem ég er á fullu í greinaskrifum þessa dagana. Dísa vill samt meina að ég geti hent nokkrum línum. Já, mikið að gera... Julefrokost á morgun, julehygge á föstudag og José Gonzáles tónleikar á laugardag. Kannski ég geti skrifað eitthvað skemmtilegt eftir helgina. Ég er svona eiginlega líka búin að lofa að reyna að fara á djamm&dans með Kasper. Ég er aldeilis búin að sakna MC Hammer dansinum hans. Ég vona að ég sé ekki komin með samkeppni svo ég missi ekki dansfélagann.
Ég er samt ennþá að íhuga þetta með bloggskrifin. Mér fyndist samt skemmtilegra ef þið lesendur mynduð bætast í hópinn... Svana og Dísa og frú Sigríður og frú Sigríður... Mér finnst að þið eigið líka að gerast netlúðar.
Jamm... annars er búið að vera ljúft að vera í Dene undanfarna daga. Rosalega indælt að eiga almennileg samtöl við vini sína aftur. Ljúfa líf... ljúfa Danmörk og áður en ég veit af... ljúfa Ísland.


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svana er svo glöð núna :)

7:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gaman að lesa þig aftur....
það yrði heldur betur óspennandi ef ég færi með mín daglegu verkefni inná netið.. hentaði kannski vel fyrir fólk sem þjáist af svefnleysi.... myndi sofna en to tre úr leiðindum...

sirrrrrrrrrrí

9:38 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

nei, sigríður... það yrði ekki óspennandi.

9:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home