föstudagur, nóvember 05, 2004

Ég þreytist ei...

kellingin bara byrjuð að blóka á hverjum degi þó maður haldi áfram að svitna. Herra Adrian ekki ennþá mættur á svæðið - hef ég ekkert heyrt frá honum. Ég er þess vegna bara byrjuð að dúlla mér í öðrum verkefnum að heiman og ætla að nota tímann til að leika mér við lífið.
Ég fékk samt lille smulle stresskast í morgun... mig dreymdi nefnilega að ég hefði verið dæmd til að greiða stórkostlegar fjárhæðir fyrir að hafa ekki gert neitt í verkefninu mínu alla vikuna... Var að hugsa alltof mikið um þetta áður en ég fór að sofa í gær. En það lagaðist fljótlega. Hlustaði bara á Joönnu Newsome og hennar yndisfögru hörpu í smá tíma og þá var ég orðin ljúf sem lamb og slöpp sem dauður silungur. Úff... ef ég myndi einhverntímann vera svo heppin að komast á tónleika með henni þá myndi ég örugglega gráta gulltárum... þvílík fegurð.
Ég óska þess að það komi gott veður um helgina svo ég geti kannski náð mér í smá tan. Það væri nú ljúft að sóla sig eitlítið og dýfa sér smá í Indlandshafið. Mig langar líka að kíkja í búðir og á markaði. Reyndar ekki svo mikið fjör þegar maður hefur ekki efni á neinu. Er nefnilega bráðum búin með peningana mína og á eftir að borga fyrir gistingu í Sydney í fjórar nætur. Ég er alltaf að kaupa mér eitthvað að borða í staðinn fyrir að éta í kantínunni. Er bara komin með alveg upp í háls af þeim ógeðismat. Talandi um mat... Maður er alltaf að kvarta yfir aukakílóum og bla, bla, bla.... en samt fer ég næstum því á hverjum morgni útí kaffihúsabakaríið hérna rétt hjá og kaupi mér stóran cappucino og súkkulaði crossaint... mjög hollt og gott!!! Í morgun þurfti ég að segja ... ég ætla að fá cap... og þá var drengurinn í afgreiðslunni búin að klára setninguna fyrir mig. Þetta segir kannski doldið til um hversu margir capp. & súkk.cross hafa farið ofan í mallann minn síðan ég kom... Já, já... svona er fitubolluveröldin...
Góðar stundir...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hva...er ekkert kebab í ástralíu???????

1:43 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Ég þefaði upp kebabinn á no time. Hann var nú ekki jafn ljúffengur og kebabinn í Berlín í sumar... en ég gat samt vel gúffað honum í mig. Það kemur náttúrlega mjög á óvart.

11:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home