föstudagur, október 22, 2004

Til hamingju með föstudaginn.

Jæja... Eins og vanalega er ekkert stórkostlegt í fréttum hjá mér. Ég er nú frekar boring alltaf. Hef mest verið að vinna undanfarna daga, sem er náttúrlega mikið gleðiefni. Var að henda einhverjum litlum sönnunum á borðið hjá prófessornum sem ég vinn með og vona að ég fái jákvæð viðbrögð eftir helgi. Það væri nú sérdeilis skemmtilegt.
Reyndar horfði ég enn og aftur á Being John Malkovich eitt kveldið með litlu táningunum mínum... ótrúlega góð mynd... Eftir myndina tjáði hin ágæta Bruneiska (veit nú ekki alveg hvað fólk frá Brunei kallast á íslensku) Crystal að henni hefði stundum liðið eins og Malkovich þegar hún var lítil. Henni fannst eins og það væri eitthvað fólk inní sér og reyndar var það svo slæmt að henni fannst sem hún væri ekki aðskilin frá öðrum manneskjum. Veit ekki hvort þetta meikar sens en henni fannst sem sagt sem hún og allir hinir krakkarnir væru í rauninni eitt og hún reyndi að stjórna gjörðum hinna krakkana. Alveg einstaklega áhugavert finnst mér... en ég skemmti mér allaveganna konunglega að hlusta á ruglið í henni. Hún “lét” t.d. einn af skólabræðrum sínum borða sínar eigin hægðir... vegna þess að hún var svo sannfærð um að hún gæti stjórnað því sem hann gerði.... skiljú... Í dag er hún viss um drengurinn hafi líka viljað rannsaka kúkinn sinn - ekki bara hún. Hún er nefnilega núna búin að fatta að það er enginn þarna inni nema hún sjálf. Það lærði hún með því að eyða miklum tíma í að horfa í spegil og hugsa að ein og aðeins ein sál byggi í þessum líkama! Það er dálítið um smá fokked up lið á þessu college...
God weekend...

2 Comments:

Blogger Skringsli said...

Tak skal du ha'

12:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

góða helgi sömuleiðis lufsa...

sirrí

2:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home