sunnudagur, október 10, 2004

Langa færslan

Hellú... Helgin heppnaðist bara alveg ágætlega hjá mér í þetta skiptið. Það var mjög tómlegt á Trinity á föstudagskvöldið útaf the great ball. Fyrir utan mig þá var einhver smá hrúga af Asíugenginu og pot-grúppan á svæðinu. Ég húkkaði mig up með hluta af pot-grúppunni sem er held ég of kúl til að fara á ball. Ég er doldið kúl líka eins og sjá má. Þetta kvöld var nokkuð athyglisvert og komst ég m.a. að því að í pot-grúppunni er kúl að eiga illa lyktandi herbergi og sporðdreka sem gæludýr. Mér finnst þeir ekki mjög gæludýralegir og er ég eiginlega skíthrædd við svona kvikindi.
Á laugardaginn fór ég í risa outlet-hús og fann ekkert fínt til að kaupa... svo ég keypti mér þá bara tvo geisladiska í staðinn fyrir föt. Í einni af dýru búðunum sá ég reyndar mjög svo yndisfagra skó... mmm..... ras-skór. Kannski það séu til svona skór í kron núna... usss þeir voru svo fallegir en kostuðu bara svona 1500 danskar - alltof dýrt fyrir mig... snökkt... Þegar ég fór svo í plötubúðina að fá peninginn aftur útaf Stereolab tónleikunum þá sagði mannsi að maður gæti örugglega keypt miða við innganginn á Damien. Svo ég gerði það og skemmti mér bara mjög vel. Strax á strætóstoppistöð niðrí bæ hitti ég tvo stráklinga sem voru mjög svo indælir og á leið á þessa tónleika. Annar var Dani sem hefur búið í Ástralíu allt sitt líf og hann talaði mjög skondna dönsku... held meira að segja að ég hafi talað með minni hreim en hann og þá er nú mikið sagt. Þeir reyndust vinir stráksa sem var support hjá Damien og var alveg ókídókí. Þeir voru svo ljúfir að ég er á leiðinni að hlusta á þá og vininn spila saman hérna rétt hjá um næstu helgi. Damien var mjög fínn. Tónleikarnir voru allt öðruvísi en tónleikarnir á Loppen í fyrra af því að hann var aleinn núna - ekkert band og engin Lísa... eða hvað sem hún heitir. Svo eftir tónleikana þá var ég eitthvað að ibba gogg af því að ég var að keppa við einhverja stráka í leigubílaveiðum og þeir spurðu hvaðan ég væri og þá vildi svo skemmtilega til að einn af strákunum var Íslendingur. Ég endaði semsagt með honum og einhverjum vinum hans frá Skotlandi og Spáni á bar fram á nótt. Mjög fínt. Annaðhvort veður Skotinn í peningum eða á góða vini á barnum því hann keypti drykki fyrir okkur allan tímann.... svo ég og g&t vorum í góðum fíling saman. Skemmtanalífinu fylgir hinsvegar samviska dauðans :-( Ég er búin að sofa í allan dag og er ekki byrjuð á skóladóteríinu sem ég ætlaði að klára um helgina. Fuss.... til hægri.... Knúsiddíknús, KYJ

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt... alltaf gott að fá ókeypis brennsa.... þjáist reyndar soldið af eftirköstunum af ókeypis brennsa núna.... ekkert sem gleymist ekki á nokkrum dögum.... endilega steldu kengúru handa mér.. það er eitthvað sem sárvantar í húsdýragarðinn.. þeir verða að fara að endurnýja ef ég á að fara þarna hverja helgi... haukur og tinna eru reyndar alltaf jafn spennt... risaknús til þín

sirrí hlussa

7:12 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Ég bjallaði í C. Dundee og hann er að vinna í þessu kengúrumáli fyrir mig. Allt fyrir Tinnu litlu!

9:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar nú bara eins og þú sért á leiðinni að eignast fullt af vinum þarna í WA. Dugleg stelpa!! Og helgar eru líka helgar... þá á maður ekki að vinna...
Dísa

p.s. Eva reynir eins og hún getur að fylgjast með stelpunni sinni og tékkar m.a. daglega á veðurfarinu hjá ykkur ;-)

6:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home