fimmtudagur, október 14, 2004

Mig langar í sumar...

Jæja já... ég er ekki frá því að kellingin sé smá þunn í dag. Fór nefnilega með traktora-baununum á hverfisbarinn í gær. Það var mjög athyglisvert. Margir fullir og glaðir táningar. Alveg hreint ágætt.
Það bólar ekkert á sumrinu sem ég ætlaði að heimsækja hér í Ástralíu. Á austurströndinni er komin sól og blíða og 30 stiga hiti á meðan við fáum rétt max 20 gráður hér og svo er drullukalt á kvöldin. Ég sem ætlaði að gerast strandmubla... svona allaveganna um helgar en nei, nei...
Ojj... nú varð smá pása frá skrifum því það kom huges fluguskrímsli inn til mín... Oj-oj-oj... varð að láta e-a stúlku veiða fluguna fyrir mig. Ég er svoooo hrædd við svona allskyns dýr og er nú ekki á besta stað í heimi hvað það varðar. Sporðdrekar inn á herbergjum, risa-köngurlær hérna í garðinu.... uss... hvernig verður þetta þegar ég fer eitthvað út á land. Undanfarna daga hef ég tekið eftir fleiri og fleiri dýrum út um allt sem er alveg jökk-jökk.... en ef til vill er það tákn um að sumarið sé að koma... svo jeiiii... og ekki.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

glæsilegt kristjana... gott að sjá að þú ert á lífi þarna..... farðu samt varlega... ekki láta skordýr komast í ilina á þér

sirrí hlussa

2:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home