laugardagur, október 16, 2004

Er búin að fá ógeð á Krissu...

Djö... ég var komin með svo mikið ógeð af sjálfri mér að ég hreinlega varð að fara út í gær og reyna að hitta eitthvað fólk. Fór og hlustaði á drengina tvo sem ég hitti á Damien og gaurinn sem hitaði upp þar. Þetta var nú frekar klént... þetta minnti mig nú bara á eitt stórt sveitaball... en samt ekki... alltof mikið funk og eins undarlega eins og það hljómar þá er greinilega til eitthvað sem heitir ástralskt reggae... En það var ágætt að komast aðeins út og ég er farin að venjast því að fara alein eitthvað út. Hitti nokkrar skemmtilegar manneskjur. Brisbane-drengirnir áttu mjög skemmtilegan vin sem fannst þetta líka leiðinlegt og finnst eiginlega allt skemmtilegt sem mér finnst skemmtilegt... það er alltaf gaman. Eftir tónleikana fór ég með honum og fleirum í óvæntan bíltúr. Þeir ætluðu nú bara að skutla mér heim þar sem ég var stödd langt, langt í burtu frá Trinity... Hann var eitthvað hræddur við löggubílana - ein röng beygja og við villtumst inn í the Beverly Hills of Perth... og komumst bara ekkert út úr því hverfi. Það var alveg ágætt og auðvitað var sungin smá kór á leiðinni... Ég er svo mikið fyrir það... Cat Power kór. Ég er farin að geta tekið þátt í mjög fjölbreytilegum kóræfingum. Jamm... þannig var nú það.
Annars er allt á slow motion hjá mér. Gengur ekkert með þetta verkefni mitt. Helvítis vesen. Þetta virðist allt frekar sjeikí og ég er búin að nota meiri tíma en venjulega í það að stara á vegginn fyrir framan mig og bora í nefið í vinnunni. Það er mjög pirrandi og ég hef enga samvisku í að gera eitthvað spennandi þegar svona stendur á. Spurning um að fokka þessu bara upp og segja prófessornum að ég sé farin í frí.

4 Comments:

Blogger Skringsli said...

Mér finnst þú samt algjör meistari í að kynnast fólki!
Þetta með verkefnið kemur svo örugglega bara með tímanum. Áfram Krissa!

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hei kris.
gaman down under?
bid ad heilsa vinum minum i perth.
dr.sig

12:59 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Jó sig... Búin að senda vinum þínum skeyti. Doldið erfitt að hitta á þá hérna niðurfrá... Luv...

3:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja honey,

ég heyri það að kangarookriss er að meika það í Australia. Cat power kórinn hljómar vel, er það eitthvað í líkingu við Flower Power from old days??? Annars er pussukuldi og leiðindarveður hér á Frónni eða eins og ákveðin Ásdís Þóra segir: mamma, mér er skítkalt!!! Ég hef svona ákveðna hugmynd um það hvort þú sért að fokka öllu upp í verkefninu eða ekki og brosi bara út í annað:) Annars er ég á leiðinni á foreldrafund, bið að heilsa Crocodile-Dundee:) Frá kindinni á klakanum...

4:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home