þriðjudagur, október 19, 2004

Luvlí stædagur...

Ekki mikið að gerast hjá mér. Reyndar var þetta jákvæðasti dagurinn síðan ég kom hvað varðar vinnuna. Fékk alveg ágætlega kúl hugmynd í dag... held ég... og frekar fína niðurstöðu. Ætti e.t.v. að hlaupa út í vínbúð og skála fyrir því með innfluttum Carlsberg. Vonandi held ég áfram að gera gott mót í stæinu næstu daga. Ég er mjög líklega að fara í ferðalag í lok næstu viku og þá er gott að vera með sjæní og sparkling samvisku.
Annars var Gerða að hrósa mér fyrir hvað ég væri dugleg að kynnast fólki. Já... þú segir nokkuð. Þetta er doldið vafasamt. Þessi skipti sem ég hef farið eitthvað út á lífið, þá náttúrlega hendir maður í sig slatta af bjór og verður alveg einstaklega glaður og vingjarnlegur. Frú Svanhildur aka Jóhún kannast við það... Þá eru allir frábærir, skemmtilegir og yndislegir og maður vill vera vinur allra... og stundum lofar maður upp í ermina á sér allskyns rugli. Þetta er ekkert illa meint... vona að þetta komi ekki illa út... en... maður hoppar bara svo oft upp í hamingjuna í bleiku skýjunum þegar maður fær sér örfáa þar sem allt er mögulegt. Það er stundum ekkert svo gaman daginn eftir - samviskubitsdagurinn. Gott dæmi um þetta var í Tyrklandi í sumar þegar ég og Svanhildur pöntuðum eitt stk stalkerapar á svona gleðikveldi.
Já drykkirnir eru ekki alltaf eilíf hamingja...
Luv&pís&happíness... KYJ
PS Er Fúmmari nr. 3 búin að fá bréf frá geðsjúklingnum?
PS PS Ohhh... er að hlusta á The Shins..... mig langar til Íslands á airwaves....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jú jú er líka voða duglegur að plana allskonar vitleysu.....allt svo áhugavert og spennandi!!! og til í allt :)afleyðingar gleðivímunnar gleymast meira segja algjörlega og iðulega er eitthvað svakalegt planað strax daginn eftir.(þynnkan engan veginn inn í myndinni)
Veit ekki alveg hvort ég sé fúmmari nr. 3 eða 1 en allavega fékk ég bréf frá Gabí??? var ég ekki búinn að segja þér frá því???? En hef ekkert heyrt frá stalkerahjúunum sem betur fer.

8:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home