sunnudagur, október 31, 2004

Mig langar í meir...

Hellú... Er komin aftur til Perth eftir afar skemmtilega ferð upp vesturstöndina. Ég hefði viljað vera lengur í burtu. Við komumst nefniega ekki mjög langt á svona stuttum tíma. Keyrðum nú samt rétt rúmlega 2000 km á fjórum dögum... uss... þetta er alveg xxx-large land. Vegalengdirnar eru agalegar en það er ótrúlega gaman að kíkja útum gluggann á þessa endaleysu. Ég ætla nú bara að stikla á stóru varðandi ferðina... við skoðuðum m.a. the Pinnacles Desert, Kalbarri, Hamelin Pool, Monkey Mia og skeljaströnd.
Með í för voru mjög skemmtilegir Svíar. Aðrir voru illa settir í útlenskunni, en samt líka alveg splendid. Nú er ég mjög súr og svekkt yfir að geta ekki farið í fleiri ferðalög. Ég er víst hérna til að læra – ekki til þess að skemmta mér og ferðast. Snökkt... Fer reyndar til Sydney í nokkra daga áður en ég fer heim. Búin að kaupa miða. Núna langar mig hinsvegar miiiiiklu frekar að fara í eitthvað annað ferðalag... eitthvað út á land, leika mér í náttúrunni og hitta fleiri dýr. Ég hitti loksins kengúruna vinkonu mína, höfrunga og fullt af eðlum. Held að uppáhalds eðlan mín sé guanna. Það er hægt að finna mynd af henni eða af systir hennar hér - > http://www.lostworldarts.com/images/img558.jpg. Ég kann ekki að setja inn myndir. Eðlan með bláu tunguna var líka mjög svöl, the blue-tongued lizard... Mér finnst afar leitt að hafa ekki hitt neina snáka. Annars var svo margt sniðugt sem ég sá að ég held ég þurfi ekkert að gráta snákana. Sá t.d. glitta í nokkra hákarla og sækýr sem veiðimennirnir í gamla daga héldu að væru hafmeyjur. Hvernig ætli kellurnar þeirra hafi verið?
Annars var ég að spá í að stela einni kengúru handa Sirrí og Tinnu hennar. Það var nefnilega svona gæludýra-kengúra á einum sveitabænum sem við gistum á og það hefði verið alveg eðal að taka hana. Hún var nefnilega svo ljúf og góð og ekkert í því að stinga okkur mannverurnar af. Ég var hinsvegar undir ströngu eftirliti í sveitinni þar sem einhver sagði leiðsögumannsa frá áformum mínum... svo ekkert varð af kengúruráninu. Sorrí Sirrí.
Já... annað var það nú ekki í þetta skiptið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

helv. vesen.. gott að heyra samt að þú komst klakklaust í gegnum þetta... sigrid

5:47 e.h.  
Blogger Skringsli said...

Vei, Kangaroo-Kriss and the kangaroos!
Svona setur madur inn myndir:
skrifa img src="slód" innan hornklofa.

Kær kvedja,

Skringsli

7:16 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

3:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home