miðvikudagur, október 27, 2004

Hellú....

Fór og hlustaði á ástralskt rokk og ról í gær. Ástreilían pípol ar djust kreiiiiisí. Það var alveg splendid. Fyrir tilviljun hitti ég hann Mark sem er Skoti og er voooða luvlí. Hann var nú bara mun myndarlegri en mig minnti... uss... Þegar ég hitti hann í fyrsta skiptið var hann nefnilega í því að splæsa g&t í mallann minn. Það var bara mjög gaman og hékk ég utan í honum allt kveldið... sem hefur örugglega verið í lagi þar sem hann átti heldur enga vini.
Ég hitti svo strákinn sem villtist þegar hann ætlaði að skutla mér heim frá Freo aka Fremantle um daginn. Ég lofaði víst bjór fyrir allt vesenið og hann er búin að vera biðja doldið mikið um bjórinn sinn, svo loksins fékk hann einn slíkan.
Bestur var samt leigubílstjórinn á leiðinni heim. Hann var með 20 Cure diska í bílnum sínum..... einhver frekar gamall kall. Mjög furðulegt. Hann gaf mér afslátt.
Á morgun ætla ég í ferðalag. Fjórir dagar upp vesturströndina. Ég hlakka svoooooo til. Ætla að hitta kengúrur, höfrunga, emúa og alles... Fara á sandbretti í eyðimörkinni og sitthvað fleira. Þannig að e.t.v. mun fyrsta almennilega dagbókarfærslan koma eftir helgina!!!
Good times...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home