mánudagur, október 25, 2004

Sport-daman Kristjana talar...

Hej! Ég er búin að vera einstaklega dugleg um helgina. Ég er svo hrædd um að koma veltandi inní Dene með 10 aukakíló ofaní þessi 10 sem eru auka núna. Maturinn í Akrópól-Trinity-fangelsinu er nefnilega ekki mjög huggulegur. Við erum að tala um franskar 1x á dag, feitt kjöt, fish&chips, vibba pasta með feitum sósum og mikið djúpsteikt dóterí. Ég dreif mig sem sagt loksins og hreyfði mig. Já, undur og stórmerki gerast. Fór og synti 2 km á laugardaginn. Ekki nóg með það, heldur fór ég í hjólatúr á eyju sem liggur sirka 20 km frá Perth í gær. Eyjan heitir Rottnest Island og þar er t.d. hægt að sjá litar quokkas... sem eru svona mini-kengúru-rottur. Samt minnst rottur af þessu þrennu. Það var einhver Hollendingur sem fann þessa eyju í kringum sautjánhundruð og kallaðist eyjan í byrjun Rats´ Nest af því að hann hélt að þessi dýr væri ofurvaxnar rottur. Jamm... mér fannst quokkurnar bara mjög sætar og ekkert líkar rottum. Á 19. öld voru frumbyggjar frá meginlandinu sendir í fangelsi á Rottnest Island en seinna varð eyjan að vinsælum sumarleyfisstað. Ég var svo heppin að hitta fjóra írska drengi í ferjunni á leiðinni sem voru svona líka indælir að bjóða mér að hjóla með þeim um eyjuna... sem var auðvitað miklu skemmtilegra en að vera alein allan daginn. Þarna voru líka fullt af fínum ströndum og já... allt hið huggulegasta fyrir utan ógeðissnákinn sem ég hitti. Þetta var því alveg einstaklega góður dagur sem endaði í bjór með Írunum. Nú er ég bara endalaust þreytt og með harðsperrur dauðans...
Luv, luv...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú mátt varla reka nefið út þessa dagana án þess að eignast vini og fara með þeim í bjór.. ánægð með þig !!!

sirrí

3:37 e.h.  
Blogger skuladottir said...

Djö.... er kellan dugleg.. Go Kris... Ég félagsvera dauðans fer bara að verða abbó.. Hvað með að eignast endalaust nýja vini????

12:22 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Uss... Ég mun nú aldrei ná Hröbbunni í félagsverukeppninni! You´re the master!!!

5:49 f.h.  
Blogger skuladottir said...

hehe... Finnst alveg hræðilegt að þú skulir missa af Íslendingadjamminu mínu... Það verður að halda annað þegar drottningin mætir í stórborgina aftur.. Þú myndir nú fíla þig vel í diskódressinu...
Luv
Hrabba

1:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home