miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Eggert

Mér finnst ekkert svo sniðugt að vera með þetta blogg lengur... ég hef bara nákvæmlega aldrei neitt til að skrifa um... best að skrifa þá bara um ekkert. Já, ekkert it is.

Það er einhver helvítis ofurlufsa í mér þessa dagana... Ég nenni engan veginn að vera hérna að vinna núna og hef þess vegna meira bara verið í því að þykjast vera í fríi. Það er frekar skemmtilegt. Ekkert skemmtilegt að gerast á unglingaheimilinu. Allir að fara í próf. Sumir eru að verða doldið kreisí, aðrir ofbeldishneigðir. Fyndið hvað strákum finnst gaman að slást. Nú vilja nokkrir Indverjar, Kínverjar og Singaporar (eða e-ð...) lemja einn Kínverjann. Þannig er mál með vexti að hann lítur mjög svo niður á bræður sína Kínverjana. Ignorar alla sem koma frá Asíu og minglar bara við Kanana, Ástralana (mínus fólk með frumbyggjagen) og þessa örfáu Evrópubúa sem hér eru. Nú er massaði Kínverjinn kominn með sæta ljóshærða ameríska kærustu. Skil hana ekki alveg þar sem gaurinn er doldið súmóglímukappalegur... mér finnst vöðvabúntskínverjar ekkert mjög huggó. Gaurarnir urðu alveg kreeeesí yfir þessu eða aðallega singaporíski Indverjinn. Í gærkveldi voru hann og fleiri að reyna að finna ástæða til að geta kýlt snobb-Kínverjann. Djöfuls rugludallar... og ég sem hélt að þetta væru hin vænstu grey. Ótrúlega furðulegar margar hugmyndir sem þeir hafa um lífið, fjölskyldu, hefðir og náungann. Æ... en auðvitað ekkert furðulegar. Bara öðruvísi. Annar heimur þarna hinumegin og það er bara gaman. Þar berst maður ekki með hnefnunum – maður notar vopn... Ég er orðin skíthrædd við þetta lið.

Já, þannig var nú dagbókarfærslan um ekkert og ofbeldisfulla Indverja sem koma frá Singapore.
Góðar stundir...

PS Veit einhver hvað fólk frá Singapore kallast?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

singapori

singaporingur

singaporverji

singapormaður

held maður megi bara velja sjálfur og ég vel singapori.
var einmitt svona verkefni í einhverri íslenskuverkefnabók þar sem átti að svara hvað fólk frá ýmsum stöðum á landinu kallast t.d. fólk frá hellissandi, raufarhöfn eða egilsstöðum, mjög erfitt oft að segja til um hvað sé rétt eða það finnst mér allavega þó svo ég sé nær alvitur ;) Sjétt er ég kannski bara svona svakalega vitlaus???? ónei...

7:09 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já ég held ég segi bara eins og frú alvitra.. singapori it is... eða singapúri kannski...

12:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home