mánudagur, nóvember 01, 2004

Er ég orðin fimm ára?

Uppgötvanir dagsins:
1. Les nú yfirleitt ekki yfir hvað ég hef verið að skrifa hérna... las nú samt áðan það sem ég skrifaði í gær og uppgötvaði að ég er eins og eitthvað lítið barn. Talandi út í eitt um einhver dýr. Einkennilegt að það sé aðalatriðið hjá svona gamalli konu. Svona er maður nú einfaldur. Ég sem hélt að ég væri búin að eldast svo hratt undanfarin ár. Frá því að vera 14 ára sumarið 2000 í 24 ára sumarið 2004.
2. Ég er alveg vonlaus á myndavélinni. Mér finnst það afar sorglegt. Framkallaði eina filmu í dag og juuu... þvílíkt leiðinlegar og vondar myndir. Ég held að ég verði að fjárfesta í einni digital á næstunni. Ég var eiginlega búin að ákveða að jólagjöfin frá mér til mín í ár yrði ipod... en eftir þetta ferðalag er ipodinn kominn í harða samkeppni við digital myndavélina. Uss... þetta á eftir að verða erfitt val.
3. Lífið mitt hér á Trinity college er sorglegt. Það uppgötvaði ég eftir að hafa verið í burtu þessa fjóra daga. Ógurlega leiðinlegt að vera komin hingað aftur.
4. Eftir 25 daga fer ég til Dene aftur og ég er ekki ennþá búin að fara á surf-námskeið. Ég skammast mín. Það versta er að aðeins fimm af þessum dögum eru frídagar. Hvert fóru allir frídagarnir?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home