fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Það er enginn J-dagur í Ástralíu

Ef ég væri í Baunalandi í dag væri gaman og það væri enn meira gaman á morgun því þá er J-dagur!!! Einstaklega leiðinlegt að missa af slíkum gleðidegi. Ég hlakka ekkert smá til að fá jólatuborginn minn. Sér í lagi þar sem ég er nú næstum því orðin bindindiskona á því að vera hérna. Svo gleðilegan J-dag á morgun!!!
Í dag eru Jacob, Kasper og Trine að fara að spila á eftir Sophia á Voxhall. Doldið kúl að þau fái það. Það væri nú mjög gaman að heyra hvað þau eru að bralla þar sem þau eru komin með tvo fiðluleikara, auka gítarleikara og trompet. Spennandi.
Drotting félagsveranna hún Hrabba er líka búin að plana eitthvað svaaaakalegt Íslendingadiskóteiti með mexíkönsku ívafi í Århus um helgina. Það verður örugglega mjög flott hjá stelpunni. Hún er svo mikið keppnis og svo mikið félags... Verst fannst mér að hún Eibba mín ætlaði (eða ætlar?) kannski að koma alla leið frá Dussel til Århus í þetta trall og þá varð ég nú aldeilis sorgmædd. Eibba loksins í Århus þegar minn er ekki þar... svindl.
Dísa ætlar svo að hitta sex stk kavosinga í Kaupmannahöfn um helgina. Fanga á J-degi og kíkja á nýjasta beibísinn í kavos hana Auði Ísold.
Allt að gerast... Ohhh.... missya Denmark.
Mínir næstu dagar fara líklega í að laga linuxinn minn sem er í algjöri fokki. Er búin að fá lánaða linux-biblíuna og núna ætla ég læra að gera við tölvuna mína aaaalein. Yeah right... gefst örugglega upp eftir klukkutíma og hringi í einhvern af tölvustrákunum hérna til að láta þá hjálpa mér. Veit samt ekki hvort að þeir eru jafn hjálpsamir og tölvukallinn sem við Dísa elskum í Århus. Annars ætlaði leiðbeinandinn minn hérna niðri að vera í burtu mán og hálfan þrið og þá ætlaði ég að skoða einhver forrit og reyna að skoða hvað við getum notað til þess að experimenta smá með það sem við erum að bralla... nema hvað... Hann er bara ekkert búin að láta sjá sig alla vikuna og mig vantar alveg helling af dóti og forritum frá honum... svo ég er bara að eyða tíma í ekkert þessa dagana eins og svo oft áður... dem... Þetta þýðir þá líklega að ef mannsi mætir á morgun þá þarf ég að eyða allri helginni í vinnu í staðinn fyrir að njóta veðurblíðunnar sem ætlar að heimsækja okkur um helgina. Ég á nefnilega bara tvær vinnuvikur eftir. Muuuu....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað heitir bandið hjá trinu og co??? þarftu ekki að hafa síðuna þína líka á dönsku??? það gæti allavega komið sér vel fyrir okkur d-limina að rifja dönskuna soldið upp. Hef ekkert séð þig á msninu neitt nýlega...ertu búinn að blokka mig??

5:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

da da...fattaði afhverju ég sé þig aldrei.. er náttúrulega hætt í verkfalli og núna ert þú örugglega alltaf farin að sofa þegar ég er tengd...ótrúlega pirrandi að hafa svona mikinn tímamun.
gleymi alltaf að skrifa undir:
svanhildur

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel með tölvudótið...ef þú ert alveg að gefast upp geturðu alltaf prufað að senda uppáhaldinu okkar póst!
Við skulum allavega drekka eins og einn jólatuborg fyrir þig annaðkvöld ;-)
Dísa

7:42 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Jacob Faurholt & Sweetie Pie Wilbur heita þau... og já tímamismunurinn er alveg jökk-jökk... hat'ann...

4:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home