fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Af súrumsums og æsispennandi veðurfréttum

Alveg einkennilegt þetta líf. Þessi vika er bara ekki búin að vera vika... þangað til kannski í dag. Held að þessi dagur hafi byrjað eitthvað betur en allir hinir dagarnir í vikunni... sem liðu eins hægt og... eitthvað sem fer mjög hægt allaveganna....
Allt finnst mér búið að vera mjög svo óyfirstíganlegt. Er ég búin að vera afskaplega leið og súr. Búin að reyna margt og mikið til að gleðja mitt litla hjarta en... óleysanlegt verkefni. Verkefnið er þó mikilvægt því ekki vil ég enda ágæta vist mína í þessum heimi á leiðindarviku... verstu vikunni sem ekki var vika. Hún var bara tóma vikan. Ég hef reynt margt. Svana kom með þá uppástungu að leigja dvd mynd en það er óyfirstíganlegt verkefni. Það er ekki boðlegt fólki með lítið og veikt hjarta að þurfa að labba í 10 mín til að ná sér einn geisladisk. Reyndi líka að fara í bíó en bara komst ekki af stað. Sat uppdressuð, pikkföst á sengekanten... bara gat ekki. Sofnaði svo á sama stað og svaf allt gærkveldið. Vaknaði og andvökunóttin leið og leið og leið... og ætlaði aldrei að hætta að líða. En kannski var andvökkunótt málið því ég er öll að eflast í dag sem er gott, enda gæti annars farið illa í kvöld. Leiðbeinandinn minn ætlar nefnilega að bjóða mér út að borða og ég verð að vera hress svo ekki neitt vandræðalegt muni gerast. Ég gæti t.d. alveg auðveldlega dottið út, ekki komið upp orði eða fengið svæsna vöðvakippi... en þeir eru einmitt búnir að vera að angra mig undanfarna viku. Heppilegt þykir mér að kærastann hans mun vera með í för svo þá eru minni líkur að margir englar fljúgi framhjá okkur.
Ég reyndi smá naflaskoðun í nótt. Rannsakaði hvað hefði farið úrskeiðis í þessari tómu viku. Niðurstaðan er líklega þríþætt. Ég sakna heimahaganna alveg óstjórnlega mikið, ég get ekki meir mingl við asnalegt fólk og svo hrundu spilaborgir sem aldrei fyrr í verkefninu mínu... sem var allt annað en hressandi. Sorglegt að ég hafi ekki tekið eftir þessum púkum fyrr.
Annars er ég á leið til Sydney bráðum... Þá mun litla fólkið kætast og fara í heljarstökk. Eða kannski frekar flikk þar sem ég get ekki lengur farið í heljarstökk. En svo er það nú eftir handbókinni að veðurspáin frá og með laugardeginum er rok, kalt og rigning í Sydney en yfir 30 stig og sól í Perth. Ansans óheppni. Veit ekki hversu skemmtilegt það er að vera í rigningu í Bláfjöllunum þarna við Sydney, en þar hafði ég einmitt planlagt að eyða eins og einum degi... og ætlaði líka að taka mér hálfan afslöppunardag á Bondi beach. Já, já... lifið lengi og vel...
Súrsætar kveðjur,
Súrjana... því hér er enginn Kristur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÆÆiiii elsku krissa mín, mikið vorkenni ég þér en á móti er svo stutt í fríið og heimferðina og meira að segja heimheimferðina í gamla góða herbergið þitt hjá múttu en þangað til geturu rifjað upp allar gelgjustundirnar í Bólstaðarhlíðinni og þannig hresst þig við :) hér koma nokkrir punktar sem þú getur byrjað á:
Einhver sofandi í baðkarinu og Ingi Rafn kom heim...
Við tvær að leika í Bondmynd á bílaplaninu fyrir mömmu þína...
Við allar að gera símaat...
Nafnið mitt á póstkassanum...
Onefnd að keyra þér heim bílprófslaus...
...bara svona til að byrja á einhverju :)

Hertu þig nú upp og vertu glöð
bigmama

12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home