sunnudagur, nóvember 07, 2004

You wanna put sunlotion on my back?

Nú er helgin senn á enda og það þýðir að ég á eftir eina fríhelgi hérna down under.
Í gær fór ég í bæinn og keypti tvo geisladiska – mircrophones og four tet (takk svana!)... þeir ættu að létta mér kvöldstundirnar næstu vikuna. Fór svo á Vestur-Ástralíu safnið. Þar var margt spennandi og skemmtilegt. Fékk smá kennslustund í sögu Vestur-Ástralíu. Dýradeildin var sérdeilis skemmtileg. Ótrúlegt... sjötíu og eitthvað prósent af öllum dýrum og plöntum í Ástralíunni finnast ekki neinsstaðar annarsstaðar í heiminum...jahá... enda finnst mér margt um furðuverur hér á bæ... Daglega rekst ég t.d. á mjög svo einkennilega fugla. Uglur í páfagaukslíki. Örn í dúfulíki. Þeir tala líka alltof mikið þessir fuglar. Hingað koma víst margir einungis til að skoða þessi kvikindi... já ég segi kvikindi... því ég held að fuglarnir séu eitthvað ofur kreisí þessa dagana. Sumir hreinlega árásargjarnir... koma gargandi og öskrandi og ætla að ráðast á mig... en þeir eru víst bara að passa upp á hreiðrin sín þessi grey. Svo skoðaði ég svakalega fína ljósmyndasýningu. Aðallega voru þetta náttúrulífssljósmyndir og fannst mér dýramyndirnar flottastar. Svo gerði ég þau stóru mistök að fara í grillpartí við Swan-ánna með táningunum. Hefði betur haldið áfram að tala við Svönu ljúfuna á msn. Reyndar snérist þetta meira um að reykja gras en að grilla. Mér leiddist alveg ógurlega mikið þarna og var alveg að verða óð að þurfa að hlusta á táningaumræðurnar. Í dag fór ég svo í fyrsta skipti svona almennilega á ströndina. Fór ekki langt, bara á bæjarströndina og var hún mjög fín. Miklu betri en fokkings vibba Tyrkjaströndin sem við Svanhildur kynntumst í sumar. Sjórinn tær... fínar öldur... og ég náði mér í mjög glæsilegt bleikt tan.
Á milli þessara athafna hef ég örugglega slegið heimsmetið í netþvælingi. Ég er örugglega búin að skoða allar íslenskar bloggsíður hjá kunnugum sem og ókunnugum síðan ég kom og reyndar útlenskar líka.... djöfuls internet-pervert... já, ég er orðin að viðbjóðslegum netnjósnara bara vegna þess að ég er alein í stóra útlandinu. Ég hef aldrei lesið jafnmargar bloggsíður hjá manneskjum sem ég veit ekkert hverjar eru. Einkennilegt. Ég hlakka til að losna við að lesa allt þetta dóteríi þegar ég kem heim og hef margt betra við tímann að gera en að þeysast um á netinu. Þá verða bara skoðuð blogg sem ég þekki. Mér finnst alltaf fínt á daginn – það eru kvöldin sem eru verst... Ég sem elska yfirleitt kvöldstundirnar. Nenni ekki alltaf að vera að vinna á kvöldin eða tala við pakkið. Var reyndar að fatta að ég gæti nú gert eitt. Ég ætti bara að byrja að vinna klukkan eitt í staðinn fyrir níu. Leika sér frekar eitthvað á morgnana og svo vinna á kvöldin. Gott að fatta þetta núna eftir að hafa verið að deyja úr kvöldleiðindum ansi oft.
Jæja... Þetta er orðið ansi langt og súrt. Lifið heil!

2 Comments:

Blogger skuladottir said...

Hæ elskan.
Langaði bara að kasta á þig kveðju. Þú hefðir fittað vel inn í diskóteitið Krissa mín en við verðum bara að halda annað teiti þegar þú kemur aftur og Eibban okkar kemur til okkar..
Stórt knús
Hrabba

9:54 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Kveðju kastað á ný til þín ljúfan. Er búin að skoða myndirnar úr diskóinu. Mjög skemmtilegar og mér fannst þú sko ekkert eins og ókeypis hóra. Voða fín diskópæja!!! Annars hefur Eibba greyið kannski bara orðið hrædd við mig og hætt við... uss... nei... trúi því ekki... Luv, Krissa...

1:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home